Tuesday, February 9, 2010
Sarpurinn
Ég var eitthvað að gramsa í diskunum mínum um daginn þegar ég rakst á gamlan uppáhaldsgrip, nefnilega hina frábæru plötu Æ með hljómsveitinni Unun. Það var ekki lítið sem ég hlustaði á þessa plötu þegar ég var unglingur. Ég hafði hins vegar aldrei náð svo langt að kópera diskinn inn í tölvuna sem þýðir einfaldlega að ég hafði ekki hlustað á þetta í mörg ár. Ég var nú ekkert rosalega bjartsýn á að eftir öll þessi ár væri þetta jafn frábært og táningsstúlkunni í mér fannst en ójú þetta er bara enn betra!
Hér er á ferðinni popp um vonbrigði, gleði, kynferðislega frústrasjón, heimilisofbeldi og ástina í heild sinni. Gífurlega vel gert, grípandi og skemmtilegt og ég skil einfaldlega ekki hvers vegna þau náðu ekki vinsældum fyrir utan landsteinana. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ein besta íslenska popprokkplatan fyrr eða síðar og hananú.
Hversu mikið nostalgíflipp fer maður á að horfa á þetta vídjó?! Mér finnst ég vera 13 aftur!
Unun - Föstudagurinn langi
Unun - Ljúgðu að mér
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ein besta plata Íslandssögunnar í mínum huga. Gífurlega heilsteypt og góð plata.
Vá hvað þetta er gott eintak í sarpinn!
Vúhú! Gott að við erum öll sammála um gæði þessarar plötu :D
Vá! Ég var næstum búin að gleyma þessari plötu! Og núna er ég búin að vera með Lög unga fólksins á heilanum síðan ég horfði á blessað videoið...jimminy!
Styð þetta ;)
Best Icelandic album ever.
Post a Comment