Monday, February 1, 2010

Topp 5 plötur áratugarins - Georg Atli

Að velja úr 5 bestu plöturnar sem komu út á heilum áratug er ansi erfitt, þess vegna ákvað ég bara að velja úr þær fimm plötur sem mér fannst merkilegastara á einn eða annan hátt. Ég gat engan veginn gert upp á milli tveggja plata þannig að þær deila 5. -6. sætinu.




5. - 6. Björk – Medúlla (2004)


Plata sem selst rosa vel hlýtur góða umfjöllun frá gagnrýnendum og tónlistarspekúlöntum og saman stendur eingöngu af hljóðum sem mannslíkaminn gefur frá sér... Þetta er ansi merkilegt.


Lag: Oceania


5. - 6. Bon Iver - For Emma, Forever Ago (2007/8)


Ég held að ég hafi aldrei (og mun kannski aldrei) heyrt einlægari plötu, Justin vernon opnaði sig algerlega og (svo ég vitni í maus) þetta er hjartað hans blæðandi á plastdisk.


Lag: Re:Stacks




4. The White Stripes – Elephant (2003)


Valdi þessi plötu næstum af handa hófi, þetta er eiginlega platan sem gerði Jack White að stórstjörnu innan rokksins en allar hinar White Stripes plöturnar hefðu annasr getað verið hér. Jack White snýr rokkþróuninni við (eða þannig sko) hann notar það sem gætu talist frumstæðar leiðir til þess að taka plöturnar upp og það tekst svona líka ótrúlega vel,hljómurinn er þykkur og hrár en tónlistin er samt einföld. The White Stripes sýna það að rokkið þarf ekki að vera íburðarmikið og flókið og það þarf ekki að taka marga mánuði og allkonar tæki til að taka upp góða plötu.


Lag: The Hardest Button To Button



3. The Strokes – Is This It (2001)


Þessum gæjum tókst að gera rokkið hipp og kúl aftur... það hefur alltaf verið töff en þegar Is This It? Kom út þá varð það að einhverju rosa hipstera trendi sem var spilað allstaðar og af öllum. Platan er þrusugóð og rosalega grípandi o gég held að það sé eiginlega bara rosalega erfitt að hafa ekki verið hrifinn með þessari hreyfingu sem Strokes liðar störtuðu. Þetta var ekkert nýtt en kom bara á akkúrat réttum tíma og var spilað af akkúrat rétta fólkinu.


Lag: Last Night



2. Clap Your Hands Say Yeah – Clap Your Hands Say Yeah (2005)


C.Y.H.S.Y. og Artic Monkeys fundu nýja leið inn í mainstream geirann. Í gegnum myspace og tónleika þá náðu þeir að byggja upp alveg rosalegt “buzz” og stórann aðdáendahóp. Síðan þegar þeir loksins tóku upp plötu og sömdu við einhverja litla plötubúð í Brooklyn (held það hafi verið í Brooklyn) um að selja fyrstu eintökin. Las það í viðtali við plötubúðar

eigandann að platan vara víst upp seld stuttu eftir að búðin opnaði og fólk byrjaði að hringja í hann daginn áður en hann fékk fyrstu sendinguna... allt þökk sé myspace tilkynningu.


Lag: Let the Cool Goddess Rust Away


1. Radiohead – In Rainbows (2007)


Þetta er náttúrulega bara mjög undarleg plata í alla staði. Hvort sem þetta hafi verið rosa vel heppnað markaðstrick eða stórt fokkjú merki í plötiðnaðinn þá á þetta örugglega eftir að breyta því hvernig hljómsveitir selja plöturnar sínar og breytingin á kannski eftir að vera meiri í því hvernig þær semja um sölu við stóru fyrirtækin, en þetta múv á samt örugglega ekki eftir að skipta litlu böndin neinu máli...


No comments: