5. Without Me – Eminem.
Snilldarlag með stórkostlegum texta. Svo er ég alltaf svo mikill rapphundur innan við beinið, þó svo ég hafi nú aldrei verið einhver sérstakur Eminem aðdáandi. En þetta fær að fljóta með.
„No I'm not the first king of controversy
I am the worst thing since Elvis Presley
to do black music so selfishly
and used it to get myself wealthy“
4. The Wanderer – Dion.
Smá Sixtís fílingur kemur skapinu í lag. Boðskapur textans er kannski ekki til fyrirmyndar í nútímasamfélagi, en lagið er bara svo yndislega hressandi.
3. Nitemare Hippy Girl – Beck.
Uppáhaldslagið mitt með Beck. Hér er það fyrst og fremst textinn sem grípur mig enda mikil listasmíð.
„She's a whimsical, tragically beauty
Self-conscious and a little bit moody“
2. Liquid Swords- Gza.
Meira rapp takk fyrir, um að gera að leyfa þessu að fljóta með fyrst maður var að hæla þessari plötu í Sarpinum.
1. Hurdy Gurdy Man – Donovan.
Þetta er uppáhaldslagið mitt þessa daganna. Það er eitthvað við þetta lag sem heillar mig óendalega. Það er sennilega hippinn í mér sem fílar þetta.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment