Friday, February 19, 2010

Topp 5 eitt nafn - Georg Atli

Krissa fann uppá þessum lista og þegar hún var að kynna hugmyndina kom hún með tvö nöfn hugmyndinni sinni til stuðnings, þau voru Sting og Cher, mér leist illa á þennann lista...

...en svo fór ég að skoða safnið mitt og mundi þá (sem betur fer) eftir allskonar góðum listamönnum sem kalla sig bara einu nafni.


5. Santogold - Shove It

Ég er svosem ekkert brjálaður aðdáandi Santogold (sem heitir Santigold núna) og það eru margir aðrir sem ættu í rauninni frekar að vera hérna en mér finnst þetta lag lag samt alger snilld.


4. Ajax - Ruffige

Ajax samdi örugglega bestu raftónlistina sem hefur verið gerð á Íslandi og nostalgían sem kemur hjá mér þegar ég hlusta á þetta lag er rosaleg, það er næstum því að ég fari að leita að glosticks og tómu iðnaðarhúsi til að halda risa rave (Bauhaus einhver???). Annars þá var þetta lag á hinni svakalegu safnplötu Icerave sem Björgvin Halldórsson (meðal annara) sá víst um að setja saman og ég veit að þeir voru tveir í hljómsveitinni en Þórhallur var aðalmaðurinn og þetta er líka bara svo magnað lag að ég ætla að svindla og setja það hingað inn!

3. Ø/Mika Vainio - Kesamaa/Summertime

Mika Vainio er finnskur snillingur. Raftónlistargaur sem finnst gaman að gera tilraunir, þessi tegund af tónlist heitir víst microsound. Mér finnst það gott nafn.



2. Megas - Tvær Stjörnur

Uppáhalds Megasarlagið mitt í dag, það breytist reyndar á hverjum degi. Þessi maður er meistarinn!


1. Squarepusher - Port Rhombus

Handahófskennt val úr Squarepusher safninu. Tom Jenkinson er ekki bara einn snjallasti raftónlistargæjinn í dag, hann er líka ótrúlega fær bassaleikari og spilar oftast sjálfur allar bassalínurnar í lögunum sínum live.

p.s. sést það nokkuð að ég er að hlusta mikið á elektróník þessa daganna??

No comments: