Það þekkja allir t.d. hina frábæru plötu Ballad Of Broken Seas sem að Isobell Campbell gerði með grugg (grunge) hetjunni Mark Lanegan og nýverið gerði forsprakki B&S, Stuart Murdoch plötuna God Help The Girl sem er tónlist úr söngvamynd sem ber sama nafn sem er eftir hann sjálfann.
Hinn Stuart-inn, Stuart David sem var bassaleikari B&S og hætti fyrstur í sveitinni hefur gefið út nokkrar plötur og bækur. Á B&S smáskífunni Lazy Line Painter Jane les Stuart t.d. smásögu eftir sjálfann sig sem heitir A Century Of Elvis en undir textanum hljómar instrumental útgáfa af hinu mjög svo mikið fallega lagi A Century Of Fakers sem kom út á annari smáskífu seinna sem heitir 3.. 6.. 9 Seconds of Light. Frægt er að Stuart David mætti of seint í stúdíóið og hafði gleymt blöðunum sínum með sögunni heima svo að hann las hana upp eftir minni og bullaði það sem upp á vantaði.
Stuart David er svo forsprakki sveitarinnar Looper. Hann lenti í svipuðu og George Harrison og gekk illa að koma sínum lögum að hjá Belle & Sebastian enda nafni hans Murdoch á þessum tíma í sinni eigin vegferð að koma sínum lögum á disk, í sveit sem stofnuð var í kring um verkefnið hans Tigermilk þar sem hljóðfæraleikararnir voru bara session leikarar í hans huga. Seinna hefur sveitin þó tekið upp þá stefnu að allir leggji í púkk þó að Stuart Murdoch sé óumdeildur leiðtogi hennar.
Looper liðar hafa gefið út þrjár plötur en langt er frá þeirri síðustu. Eitt af fyrstu lögunum sem ég heyrði með Looper hefur setið í huga mér allt frá því að ég heyrði það fyrst. Lagið heitir því skemmtilega nafni Who´s afraid of y2k? af smáskífu sem ber sama nafn. Ris Looper liða hefur aldrei verið hátt, sveitin á eitt lag sem eitthvað hefur gert að viti ef svo má kalla, það kom fyrir í myndinni Vanilla Sky, American Dad þáttunum og tölvuleik. Það lag er þó ekki allra þó það sé óneitanlega grípandi.
Lag dagsins er samt sem áður Who´s Afraid Of Y2K?
No comments:
Post a Comment