5. Oasis - Champagne Supernova
Ég fíla ekki Oasis en verð samt að viðurkenna að mér finnst fyrstu tvær plöturnar þeirra vera alveg ágætar (allt annað er drasl) og einu sinni fannst mér þetta lag líka gott. Ég söng meira að segja með í nokkur fyrstu skiptin sem ég heyrði lagið, en svo fór ég að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum ég væri að syngja.... núna finnst mér Oasis eiginlega vera soldið kjánaleg hljómsveit, ætli það sé eitthvað samhngi þarna á milli???
"Slowly walking down the hall,
faster than a cannonball..."
(þetta meikar bara ekkert sens!)
langar líka til að setja þetta textabrot inn, af því það er bara svo stórbrotið: "I know a girl called Elsa, she's into Alka-seltzer" (úr Supersonic af Definitely Maybe)
4. Sade - Smooth Operator
Þetta er svona klassík, Sade er einhvern veginn alltaf svöl, amk þegar hún er ekki að tala um landafræði:
"Coast to coast, from LA to Chicago"
(ef þú fattar ekki þá skaltu googla Chicago og athuga hvar sú borg er staðsett)
3. Interpol - Obstacle 1
Þessir gæjar heilluðu mig algerlega með endalaust töff rokki á Hróarskeldu, en það er ekki hægt að segja að textasmíðin hjá þeim sé rosalega töff samt:
"Her stories are boring and stuff
she's always calling my bluff"
2. America - Horse With No Name
"On the first part of the journey I was looking at all the life.
There were plants and birds and rocks and things"
"Hey semjum lag um ferðalag í gegnum eyðimörk!"
"OK, en hvaða dót er í eyðimörk?!
"bara þú veist bara plöntur og fuglar og steinar... og bara allskonar dót!"
"OK, ég skrifa það"
1. Bob Dylan - Visions of Joanna
Ætli þetta flokkist ekki undir einhverskonar helgispjöll... en þetta er klárlega ekki eitt af bestu textasmíðum Bob Dylan!
"See the primitive wallflower frieze
When the jelly-faced women all sneeze
Hear the one with the mustache say, "Jeeze
I can't find my knees”."
Heiðurstilnefning: Red Hot Chilli Peppers og næstum allt það sem þeir hafa gefið út fyrir utan Under the Bridge. Anthony Kiedis er bara aðeins of kjánalegur.
3 comments:
Gahh ertu ekki að grínast! Þetta er eitt af uppáhalds Dylan textabrotunum mínum því það er svo súrrealískt og fyndið :D Kommon!
jájá fyndið og súrrealískt er það en ég er ekki viss um að ég geti samþykkt gott...
Rangt, rangt, rangt! Visions of Johanna getur ekki undir neinum kringumstæðum verið númer eitt yfir vonda texta en góð lög!
Post a Comment