Saturday, February 6, 2010

Topp 5 vondir textar, góð lög


5. Duran Duran - Hungry Like The Wolf

I smell like I sound. I'm lost and I'm found
And I'm hungry like the wolf
Strut on a line it's discord and rhyme
I'm on the hunt I'm after you


Mér datt þetta bara í huga í miðri listasmíðinni af því það eru sex strákar inni í stofu að drekka bjór og spila rockband og þetta lag var að spilast rétt í þessu. I smell like I sound... really?


4. Toto - Africa

The wild dogs cry out in the night
As they grow restless longing for some solitary company
I know that I must do what's right
Sure as Kilimanjaro rises like Olympus above the Serengeti


Africa fellur í svo hallærisleg lög að ég eiginlega fíla þau fyrir vikið flokkinn (Kokomo anyone?). Fyrir utan að ég veit ekki alveg hvað "solitary company" er þá er botninum náð þegar hann reynir að troða "Serengeti" í línuna þegar það passar ekkert inn í rythmann.


3. Smashing Pumpkins - Tales Of A Scorched Earth

Cause you’re all whores and I’m a fag
And I’ve got no mother and I’ve got no dad
To save me the wasted, save me from myself
I lie just to be real and I’d die just to feel


Þegar ég var 14 ára fannst mér Mellon Collie And The Infinite Sadness alveg frábærasta plata sem hafði nokkurntíma verið gerð. Ég er reyndar alveg á því ennþá að þetta sé mjög góð plata. Það er bara eitt sem hefur breyst og það er álit mitt á textasmíð Billy Corgan. Mér fannst textarnir hans nefnilega alveg ótrúlega flottir og ég las þá alla fram og til baka. Núna þegar ég hlusta þá hugsa ég bara "pretentious much?".


2. The Pretenders - Brass In Pocket

I got brass in pocket
Got bottle
I'm gonna use it
Intention
I feel inventive
Gonna make you, make you, make you notice
Got motion, restrained emotion
I been driving Detroit leaning
No reason, just seems so pleasing


Hvað er konan að tala um? Hún er með brass í vasanum og flösku sem hún ætlar að nota með ásetningi og á frumlegan hátt? Hún keyrir og hallast í átt að Detrot en algjörlega að ástæðulausu... það bara virkar svo næs. Já.


1. Oasis - Digsy's Dinner

I'll treat you like a Queen
I'll give you strawberries and cream
And then your friends will all go green
For my lasagne


Það er nú eiginlega of auðvelt að finna Oasis lag með slæmum texta. Oasis voru í miklu uppáhaldi þegar ég var 15 ára og ég hlustaði á Definitely Mabye og (What's The Story) Morning Glory? fram og til baka. Þó ég hafi verið blind á ýmsa tilgerðarlega texta (eins og fram kemur að ofan) þá hefur það alltaf verið alveg kýrskýrt að Noel Gallagher er HRÆÐILEGUR textasmiður. Ég myndi heldur ekki þora að borða lasagnað hans.

4 comments:

Georg Atli said...

Þau eru alltsf fyndin þessi "guilty Pleasure". Ég er amk alltaf soldið efins með að viðurkennað það alveg á netinu að ég fíli suma tónlist, eins og t.d. Sade og africa og reyndar líka Kokomo..... hmmm, held það sé best að hætta núna...

og já ég held að Billy Corgan sé eitt mesta typpahöfuð í heiminum, amk topp 5 (ætli það geti verið listi??)

Kristín Gróa said...

Haha topp fimm typpahöfuð! Styð þann lista :D

Helgi Briem said...

Ég bara gat ekki orða bundist yfir þessari óréttmætu gagnrýni á þennan frábæra texta Chrissiear Hynde, sem skrifast eingöngu á slaka enskukunnáttu gagnrýnanda.

Textinn er um stúlku sem ætlar að nota það sem hún hefur til að ná athygli hins elskaða.

"Brass in pocket" þýðir "klink í vasanum" eða peningar.

"Bottle" þýðir "kjarkur" sem gjarnan kemur úr flösku.

"Detroit" er amerískur bíll enda amerískir bílar framleiddir þar.

Kristín Gróa said...

Mín "þýðing" á textanum var sett fram í gríni og að sjálfsögðu var ég ekki í alvörunni að meina að hún ætlaði að nota flösku og halla sér í áttina til Detroit. Mér finnst það satt að segja augljóst.

Álit mitt á textanum er alveg óbreytt enda er ég vel talandi á ensku og skildi hann því alveg frá upphafi :)