Friday, February 5, 2010

Plata mánaðarins: Owen Pallett - Heartland


Byrjum á játningu: ég elska Owen Pallett. Mér finnst hann unaðslegt æði pæði! Ég hef tvisvar séð hann spila og í bæði skiptin varð ég bara orðlaus. Einn gaur á sviði með fiðlu og lúppudúdda á bara ekkert að geta haldið athygli manns svona algjörlega. Fínt. Æði. Frábært. Gleði!

Hinsvegar hef ég aldrei hlustað á Final Fantasy plötu til enda. OK, ég hef mögulega rennt He Poos Clouds (sem, by the by, er líklega uppáhalds plötunafnið mitt) einu sinni í gegn sem heild. En það hefur einhvern veginn aldrei gripið mig nógu mikið til að ég hafi hlustað repeatedly.

Fyrirfram hélt ég því að Heartland yrði eins, eitthvað sem mér finndist flott, lögin frábær en myndi einhvern veginn ekki grípa mig. Ég myndi hlusta einu sinni, kannski tvisvar...en svo ekki meir. En nafnið var ekki það eina sem breyttist með Heartland. Lögin eru þéttari og platan sem heild aðgengilegri.

Um leið og ég kláraði fyrstu hlustun renndi ég henni aftur í gegn. Og eftir þónokkrar hlustanir langaði mig ósjálfrátt að fara að hlusta meira á Final Fantasy plöturnar, sem nú hafa fengið ansi margar hlustanir síðustu daga - og ég kann einhvern veginn betur að meta þær í þetta skipti. Getur maður beðið um meira?

Þetta er allavega í fyrsta skipti sem ég fæ lag með Owen Pallett á heilann...svo mikið að ég er búin að syngja það stanslaust í 3 daga. Klárlega þess virði að tékka á þessari plötu!

Og lag vikunnar af plötu mánaðarins? Klárlega Keep the Dog Quiet. Lagið sem ég er búin að söngla mestalla vikuna.

No comments: