Sunday, February 14, 2010

Topp 5 concept plötur - Kristín Gróa


5. Pink Floyd - Dark Side Of The Moon

Það er alveg klisja að setja þessa á concept plötu lista (nú eða The Wall) en það er ekki hægt að horfa framhjá því að geðveikin sem er viðfangsefni plötunnar er virkilega áþreifanleg og því hlýtur conceptið að vera að virka. Mér finnst persónulega erfitt að hlusta á þessa plötu því það er svo mikill drungi og hræðsla og bara erfitt.

Pink Floyd - On The Run


4. The Magnetic Fields - 69 Love Songs

Það er alveg pínu fáranlegt undertaking að ætla sér að skrifa 69 ástarlög og gefa þau öll út á einni þrefaldri plötu en Stephen Merritt púllaði það algjörlega. Þetta er fáránlega skrítin og skemmtileg plata sem tekur held ég á öllum flötum ástarinnar. Ein af upppáhalds

Fido, Your Leash Is Too Long


3. The Streets - A Grand Don't Come For Free

Mér fannst Original Pirate Material platan aldrei neitt spes svo það var eiginlega alveg óvart sem ég fór að hlusta á þessa plötu. Plottið hérna er basically það að hann týnir þúsund pundum sem hann er alveg viss um að einhver hafi stolið af sér. Hann verður svo skotinn í stelpu, þau byrja saman, hún heldur framhjá honum, þau hætta saman og akkúrat þegar hann er að rísa upp úr ástarsorginni þá finnur hann þúsund pundin sín fyrir aftan sjónvarpið. Ég sver að í fyrsta skipti sem ég hlustaði á plötuna þá var ég virkilega spennt yfir því hvað myndi gerast næst.

The Streets - Dry Your Eyes


2. Neutral Milk Htel - In The Aeroplane Over The Sea

I know they buried her body with others
Her sister and mother and 500 families
And will she remember me 50 years later
I wished I could save her in some sort of time machine.


Þetta er auðvitað ein af þeim plötum sem er í allra mestu uppáhaldi hjá mér enda er hún alveg einstök. Það er kannski stretch að kalla þetta þemaplötu þar sem það er ekki beint saga í gangi en sagan af Önnu Frank er svona endurtekið þema í gegnum plötuna og Jeff Mangum notar hana til að segja sína eiginu sögu.

Neutral Milk Hotel - Communist Daughter


1. Sufjan Stevens - Illinoise

Ég gæti svo sem alveg eins valið Michigan en þar sem ég hreifst aðeins meira af þessari plötu þá hefur hún vinninginn. Sufjan hlýtur að hafa legið yfir sögu fylkisins og stúderað það mikið en þegar maður er að hlusta á plötuna er þemað meira eins og umgjörð heldur en aðalmálið.

Sufjan Stevens - The Seer's Tower

No comments: