Ég ætlaði að kalla þennan lista Beck og stúlkurnar en ákvað svo að hafa bara stúlkur á listanum svo Beck féll af toppi listans og alla leið af honum. C'est la vie! Sá svo rétt áður en ég póstaði að Clara fékk sömu hugmynd og við erum með tvær sömu stelpur... go figure ;)
5. Odetta - Midnight Special
Það er engin kona með rödd á við Odettu og hún gerir þetta klassíska lag að sínu.
4. Madonna - La Isla Bonita
Ég get ekki sleppt Madonnu. Þetta lag er pínu fáránlegt en eftir að ég komst einhverstaðar yfir rokkað cover af því þá fattaði ég það betur og get núna hlustað á orginalinn. Ekki í fyrsta skipti sem það gerist get ég sagt ykkur. Kannski er það ástæðan fyrir að ég fíla svona mikið af hallærislegum lögum? Ég get allavega afsakað mig með því hehemm.
3. Melanie - Any Guy
Hippastúlkan Melanie stendur alltaf fyrir sínu og þetta lag er mitt uppáhalds með henni.
2. Feist - Feel It All
Það er í raun frekar deprímerandi texti í þessu lagi en það er samt svo hresst að ég verð alltaf úberglöð þegar ég hlusta á það. Vú föstudagslag!
1. Kelis - Young Fresh And New
Fyrir það fyrsta þá er Kelis bara alveg fáránlega töff. Þetta lag er svo nánast ennþá meira töff en hún sjálf. Vídjóið er samt hugsanlega mest töff af öllu. Mhhmmm.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment