Friday, March 5, 2010
Topp 5 undir tvítugu - Kristín Gróa
5. Smoosh
Systurnar þrjár sem spiluðu á Airwaves haustið 2007 eru nú orðnar 18, 16 og 14 ára en voru bara alveg fáránlega ungar þegar ég sá þær á sviðinu á Nasa. Þá fannst mér tónlistin þeirra svona pínu barnaleg en samt rosalega heillandi enda voru þær bara svo einlægar. Ég veit reyndar ekki hvað þær hafa afrekað síðan en hljóðdæmið er af plötunni She Like Electric sem kom út árið 2004. Þá voru reyndar bara eldri systurnar tvær í þessu en þær voru ekki nema 12 og 10 ára. Já sæll!
Smoosh - La Pump
4. Smith Westerns
Ég minntist aðeins á Smith Westerns í ársendalistunum mínum þar sem ég tilnefndi þá sem björtustu vonina frá árinu 2009. Platan Smith Westerns er þeirra fyrsta afurð enda voru þeir á aldrinum 17-19 þegar hún kom út. Þetta er mjög retróskotið og skemmtilegt og þeir hafa verið að túra með Girls sem er mjög við hæfi.
Smith Westerns - Be My Girl
3. Arctic Monkeys
Ókei þetta er alveg á mörkunum þar sem fyrsta platan þeirra Whatever People Say I am, That's What I'm Not kom út snemma árs 2006 og þeir eru allir fæddir 1985 og 1986. Hei en það þýðir að þeir voru alveg á tvítugu og voru alveg búnir að vera að fá athygli áruið á undan svo ég læt það sleppa. Þessi fyrsta plata þeirra seldist hraðar í Bretlandi en nokkur önnur debut plata hefur gert fyrr eða síðar... pínu erfitt að fylgja þannig frenzy eftir.
Arctic Monkeys - Certain Romance
2. Bow Wow Wow
Bow Wow Wow var sett saman af Matthew McLaren sem er frægastur fyrir að hafa verið umboðsmaður bæði Sex Pistols og The New York Dolls. Hann sannfærði alla meðlimi Adam And The Ants um að yfirgefa Adam og gróf svo upp hina 13 ára gömlu Annabella Lwin til að fronta nýju hljómsveitina Bow Wow Wow. Þetta var auðvitað allt mjög borderline óviðeigandi og það vakti svo mikið umtal þegar Lwin pósaði nakin á mynd 14 ára gömul að hún neyddist næstum því til að hætta í hljómsveitinni. Lagið sem fylgir hérna með var ekki síður umdeilt því EMI neitaði að prómóta smáskífuna vegna þess að þeim þótti þarna verið að ýta undir það að fólk kóperaði plötur inn á kassettur.
Bow Wow Wow - C30 C60 C90 Go!
1. Stevie Wonder
Blinda undrabarnið var aðeins ellefu ára gamall þegar hann var skráður hjá Motown Records labelinu Tamla. Þegar þetta lag kom út í fyrsta skipti árið 1970 var hann reyndar kominn um tvítugt en það sleppur.
Stevie Wonder - Signed, Sealed, Delivered
Labels:
Arctic Monkeys,
Bow Wow Wow,
Smith Westerns,
Smoosh,
Stevie Wonder,
undir tvítugu
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment