5. Man Man - Six Demon Bag
Á hinni stórgóðu Six Demon Bag eftir brjálæðingana í Man Man er ein skemmtilegasta byrjun á plötu seinni ára. Platan byrjar nefnilega á frábærri þrennu sem hefst með laginu Feathers sem er bara einfalt píanó og karlmannlegur hópsöngur svona eins og gæti komið upp á góðu fylleríi. Svo kemur Engwish Bwudd sem gefur góða hugmynd um geðveikina á plötunni. Þegar Banana Ghost kemur loks er búið að koma manni svo vel í gírinn að áður en maður veit af er hryggurinn manns farinn að bobba upp og niður með melódíkunni.
4. Queens of the Stone Age - Songs For the Dead
Maður er rétt kominn inn í plötuna Songs For the Dead þegar No One Knows skellur á manni. Frábært riff með skemmtilegum útúrsnúningum kemur manni í stuðið þótt maður sé búinn að heyra þetta lag alveg endalaust. Gítarsólóið er líka extra skemmtilegt þegar maður hefur náð að spila það í extreme í Guitar Hero. Keyrslan verður síðan hraðari í First it Giveth og síðan er hækkað um einn gír í viðbót í titillaginu Song for the Dead. Þegar loks kemur break í laginu og maður heyrir Dave Grohl öskra "HEY!" og byrja aftur er þrennan fullkomnuð. Í þessari þrennu má vel sjá hvað lagauppröðun getur verið mikilvæg.
3. Modest Mouse - The Moon & Antarctica
The Moon & Antarctica er einhver langbesta plata seinasta áratugar og er ein af þessum sjaldgæfu perlum þar sem að hvert eitt og einasta lag er gott. Þegar ég var að pæla í þessum lista vissi ég að ég myndi vera með einhverja þrennu úr henni. Ég komst síðan að því að þessi plata inniheldur margar þrennur sem virka vel saman. Hún er í raun í nokkrum hlutum sem eru mismunandi hver öðrum. Það er frekar erfitt að finna hvernig þeir eru mismunandi, það er einhver tilfinning sem er önnur. Þrennan sem ég valdi er byrjunin á plötunni. Fyrst kemur 3rd Planet sem opnar plötuna virkilega vel. Svo er farið yfir í Gravity Rides Everything sem er alveg klassískt Modest Mouse lag. Hápunktinum í þrennunni er síðan náð í Dark Center of the Universe sem endar þennan hluta plötunnar í alveg gríðarlegum hressleika.
2. Tool - Lateralus
Lateralus plata Tool er þeirra besta að mínu mati og hennar besti styrkleiki að mínu mati er hvað hún er sterk heild. Maður setur yfirleitt bara á lag nr. 1 og hlustar á hana alveg til enda. Á henni er líka að finna alveg frábæra þrennu. Þrennan byrjar á stærðfræðilega tilfinningadramanu Parabol / Parabola sem er sjálft í tveimur hlutum en ég tel þetta saman sem eitt lag. Síðan eykst keyrslan í laginu Ticks & Leeches sem fjallar um blóðsugurnar sem Tool menn lentu í í lögfræðivandræðum sínum. Maynard syngur svo rosalega í lok lagsins að hann gat víst ekki sungið almennilega í tvær vikur eftir á. Svo endar þrennan á hápunkti plötunnar, á titillaginu Lateralus sem er meistarastykki í sjálfu sér.
1. Wolf Parade - Apologies to the Queen Mary
Þetta er þrennan sem ég var að hlusta á þegar mér datt í hug að þetta gæti verið skemmtilegur listi. Þessi þrenna byrjar á hressleikanum Shine a Light sem kemur manni virkilega af stað. Þessari keyrslu er síðan haldið áfram í laginu Dear Sons and Daughters of Hungry Ghosts og þegar það lag er búið er hjartað farið að slá hratt og boðefnin fljúga um líkamann þegar ballaðan I'll Believe in Anything byrjar. Þarna er búið að koma manni í algera geðshræringu og maður syngur með og trommar á stýrið og fólkið í bílnum við hliðina á manni hlær að manni. Þótt að þriðja lagið í þrenningunni sé ekki tengt hinum í tempói þá virka lögin á undan sem frábær upphitun fyrir hápunktinn þegar þeramínið kikkar inn í I'll Believe in Anything.
Friday, September 7, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Aujj! Ég íhugaði sömu þrennur á The Moon And Antarctica og Apologies To The Queen Mary!
og ég var með Man Man og Wolf Parade inni þangað til síðasta hálftímann eða e-ð...great minds huh? ;)
Post a Comment