Wednesday, September 10, 2008

Okkervil River enn einu sinni

Ok ég er enn með nýju Okkervil River plötuna á heilanum þannig að ég vil endilega benda ykkur á að þeir eru með sitt eigið channel á YouTube þar sem er dálítið sniðugt í gangi í tengslum við útgáfu plötunnar. Þar sem platan heitir The Stand Ins þá fengu þeir ýmsa tónlistarmenn til að vera þeirra stand ins og syngja lögin á vídjói. Þeir hafa svo verið að birta vídjóin í sömu röð og lögin eru á plötunni. Skemmtilegt!

Ég vil benda á Bon Iver að flytja Blue Tulip...



... en þó alveg sérstaklega á A.C. Newman og Will Sheff sjálfan að flytja hið frábæra Lost Coastlines.

No comments: