Það var ekki meðvituð ákvörðun að hafa öll lögin á listanum með sænskum tónlistarmönnum en það kom fljótlega í ljós þegar ég renndi í gegnum tónlistarsafnið að þegar kemur að góðri tónlist frá Skandinavíu þá er sirka 85% sænsk, 10% norsk, 5% dönsk og 0% finnsk.
5. ABBA - On & On & On
Sorrí en ég get bara ekki sleppt ABBA, sérstaklega í ljósi þess að ég var að uppgötva þetta lag um daginn og hef hlustað á það vandræðalega oft síðan.
4. The Concretes - You Can't Hurry Love
Þessu skyldi ekki rugla saman við Supremes lagið með sama nafni. Alveg hreint æðislegt lag sem hefur verið í uppáhaldi í mörg ár.
3. The Cardigans - And Then You Kissed Me
Ég hafði aldrei verið neinn sérstakur Cardigans aðdáandi og er það í raun ekki núna heldur en platan Long Gone Before Daylight greip mig einhverra hluta vegna um leið og ég heyrði hana. Þetta lag finnst mér svo æðislegt að ég loka augunum og syng með þegar ég hlusta... og ég trúi ekki að ég sé að viðurkenna það á internetinu.
2. Sally Shapiro - Anorak Christmas
Ég fæ bara ekki leið á þessu. Það er reyndar frekar súrt að þetta lag minnir mig alltaf á hálftíma aksturinn frá hótelinu yfir í ufsaverksmiðjuna þegar ég var í Kína í febrúar. Sænsk stúlka að syngja ítalódiskó minnir mig á Kína... skrítið.
1. Jens Lekman - A Sweet Summer's Night On Hammer Hill
Auðvitað er Lekman í efsta sæti, það segir sig bara sjálft.
Friday, September 19, 2008
Topp 5 Skandinavía - Kristín Gróa
Labels:
ABBA,
Jens Lekman,
Sally Shapiro,
The Cardigans,
The Concretes
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Heja Sverige!
Post a Comment