Danskar hljómsveitir grípa mig sjaldan, ekki einu sinni Kim Larsen. Ég hafði þó einu sinni mjög gaman af Junior Senior.
Stórskrýtnu systkinin í Kutanum eiga eina langbestu elektró plötu seinustu ára og er þetta eitt af mínum uppáhalds lögum á henni. Það er mjög fyndið að ráfa um götur með þetta lag í iPodinu, manni finnst eins og að það verði að þramma í takt við lagið og þ.a.l. kemst maður fljótt á leiðarenda.
Opeth er yfirleitt skilgreind sem dauðametalsveit en er í raun bara prog rock sveit sem byrjaði í dauðametalnum og notar hann því sem byrjunarreit. Lögin þeirra eru stór og epísk og fara úr hörðum dauðametal yfir í fallegar kassagítarsmelódíur. Vanmetið band sem of fáir vita af.
Ég fann þennan dúdda á einhverju músíkbloggi um daginn og þetta er eina lagið sem ég á með honum en mér þykir það mjög skemmtilegt. Finnskan passar einhvern vegin svo rosalega vel við lagið og ég er ekki viss um að það væri flott á öðru tungumáli.
Ég ætlaði mér að setja hina frábæru ábreiðu Hjaltalín á lagi Páls Óskars, "Þú komst við hjartað í mér" en svo rambaði ég einhvern veginn á þetta lag sem kom út sem b-hlið á einhverri smáskífu af Takk. Þetta er í raun ný upptaka af gömlu lagi af Von sem hefur fengið að vera memm á tónleikum. Virkilega flott stöff.
No comments:
Post a Comment