Thursday, September 18, 2008

Meat Puppets


Ég keypti mér tvo diska í Kolaportinu um síðustu helgi með hljómsveitum sem vill svo til að heita báðar eftir brúðum (var nú bara að fatta það í þessum rituðu orðum). Það er annars vegar The Age Of The Understatement með The Last Shadow Puppets sem er voða retró og venst frekar vel... og hins vegar hina klassísku Meat Puppets II með Meat Puppets.

Margir (og ég þar á meðal) heyrðu fyrst minnst á Meat Puppets á MTV Unplugged upptöku Nirvana en þar tóku félagarnir einmitt heil þrjú lög í röð með Meat Puppets. Það eru auðvitað Plateau, Oh, Me og Lake Of Fire en þau er öll að finna á Meat Puppets II svo hún er í raun góður staður til að byrja að hlusta á þessa sveit. Það er jú alltaf auðveldara að gúddera nýjar plötur ef maður kannast við eitthvað á þeim. Platan er annars ansi áhugaverð og ef maður getur hætt að hugsa um það hvað Curt Kirkwood syngur fáránlega falskt þá er maður í góðum málum.

Meat Puppets - Split Myself In Two
Meat Puppets - Lake Of Fire

No comments: