Góðan og blessaðan daginn. Þessi listi var gerður við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem hljóðið fékkst ekki til að virka. Ég þurfti því að reiða mig á minnið!!!
Þetta var niðurstaðan
Michael Cera og Ellen Page - Anyone else but you
Lítið og skondið lag úr skemmtilegri mynd sem sýndi manni að krúttið er síður en svo dautt (hélt það nefnilega eftir að ég sá Múm á Airwaves í fyrra en þá var þetta bara orðið að stuðbandi) hér úir og grúir af keðjusöng, lo fi gæðum, frönskum innskotstextum og fölskum gíturum.
Megas og Björn Jörundur - Ef þú smælar framan í heiminn
Rödd Björns er eins og svona aðeins slípaðri útgáfa af skældum rómi Megasar. Heppilegt að þeir skyldu vera uppi á svipuðum tíma.
Súkkat - Vont en það venst
Íslensk þjóðarsál súmmeruð upp í eina stuðlaða málsgrein.
Benny Anderson og Povl Dissing - Svantes lykkelig dag
Tveir danskir kallar sem uppgötva nirvana...það er þegar kaffið er klárt.
Tvíhöfði - Condionador
Ég er ekki frá því að Tvíhöfði nái að minnsta kosti með tærnar þar sem Flight of the Conchords hafa svona miðja ilina. Ég átti í mestu vandræðum með að velja en tók þetta því ég hafði ekki heyrt það lengi og Dorrit er enn skemmtileg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gaaah ég trúi ekki að ég hafi gleymt Michael Cera og Ellan Page! Ég elska elska elska þetta lag!
Post a Comment