Friday, September 5, 2008
Topp 5 sorgleg lög - Kristín Gróa
5. Elliott Smith - Miss Misery
Mér finnst bæði vera hægt að túlka þetta lag þannig að það fjalli um þunglyndi eða einfaldlega sambandsslit. Hvort sem það er þá tosar það allavega í hjartað mitt.
4. Bruce Springsteen - The River
Allar framtíðarvonirnar horfnar og ekkert eftir nema aumt lífið sem þú lentir óvart í að lifa. Skelfilega átakanlegt allt saman.
3. Nick Drake - Black Eyed Dog
Sú túlkun sem ég hef oftast heyrt á þessu lagi er sú að þarna sé svarteygði hundurinn þunglyndið sem Drake þjáðist af og dró hann til dauða skömmu eftir að þetta lag var tekið upp. Heath Ledger (sem var mikill Nick Drake aðdáandi) tók víst upp sitt eigið myndband við þetta lag skömmu áður en hann dó. Eery og sorglegt? You bet.
2. Eric Clapton - Tears In Heaven
Samið eftir að fjögurra ára sonur Claptons féll út um glugga af fimmtugustu og þriðju hæð og lést. Ég get ekki ímyndað mér neitt sorglegra.
1. Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
Ég veit, ég veit, ég veit! Ég er búin að setja þetta lag svona sjötíu sinnum á lista en ef það á einhverntíma vel við þá er það núna. Ég er búin að hlusta á það óteljandi sinnum, syngja það og spila á gítarinn næstum jafn oft og samt verð ég alltaf sorgmædd þegar ég heyri það. Alltaf alltaf í hvert einasta sinn. Mér er alveg illt í hjartanu núna sko.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment