Tuesday, September 9, 2008

Cock Robin


Ég var í stelpupartýi um síðustu helgi sem var auðvitað æði enda bara skemmtilegar stelpur í sínu fínasta pússi og nóg af hvítvíni og lite bjór. Ahh svo stelpulegt. Svala tónlistaralæta setti saman stelpudisk og þar var m.a. að finna gullmolann The Promise You Made með eitís sveitinni Cock Robin sem ég var gjörsamlega búin að gleyma að hefði verið til. Ég fékk alveg kast þegar ég heyrði þetta lag og fór strax daginn eftir að verða mér úti um eitthvað með þeim. Það sem er í allra mestu uppáhaldi er hið æðislega When Your Heart Is Weak sem ég held að bróðir minn hafi einhverntíma sett á kassettu og gefið mér þegar ég var lítil. Ég elskaði þetta lag og fæ alveg nostalgíusting þegar ég heyri það núna.

Cock Robin - When Your Heart Is Weak
Cock Robin - The Promise You Made

3 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Cock Robin er bara skelfilegt nafn á hljómsveit!

Þetta eru yndislega æðislega léleg lög!
Alger snilld!

Kristín Gróa said...

Þau eru ekkert léleg! Bara geðveikt hallærislega eitís og dramatísk! Æði! Híhí en já skelfilegt nafn á hljómsveit... ughh.

Krissa said...

Já hvaaað er fólk að pæla með Cock Robin? Það er svona eins og að skíra underground stöð Cockfosters eða e-ð! ;P

Annars langar mig engan veginn að hlusta á þetta lag aftur EN það er brrrjálæðislega eitís - þú mátt eiga það skuldlaust! ;)