Tuesday, April 7, 2009

Hammond fróðleikur




Já, mér datt nú í hug að koma með smá innskot hérna um eitt uppáhalds hljóðfærið mitt, ef ég má...

Hammond orgel er rafmagnsorgel sem heitir í höfuðið á uppgötvara sínum, Laurens Hammond.
Það var vinsælast í kirkjum, og kom þá í stað pumpuorgelanna og var ódýrara en pípuorgelin. Til eru fjölmargar tegundir af hljóðfærinu: C-3 ("Drottningin") og B-3 sem eru vígalegust, M-3 og M-100. Svo eru til fleiri ódýrari gerðir eins og t.d. L-100.

'60-'70 var farið að nota orgelin í jazz, gospel, blús og að ógleymdu rokkinu.

Margar af okkur þekktustu hljómsveitum hafa notað hljóðfærið í sinni músík: Hljómar, Stuðmenn, Mánar, Trúbrot, Mannakorn og svona mætti lengi telja.
Og auðvitað þekkjum við útlenska óldskúlið, Deep Purple - Uriah Heep - Emerson, Lake and Palmer - Focus o.s.frv.

Þekktastur er líklega Jon Lord - "Lordarinn" - úr Deep Purple. Hann hefur skapað sér sitt eigið sánd og er frekar afgerandi - hvernig hann sturtar því til og frá á sviði og lætur það svoleiðis grenja... (Og nú er hann bara að kenna - má það?)

Þótt karlar hafi verið áberandi í hammondheimi rokksins og jazzins, þá eru konurnar ekkert síðri og setti ég einhvurntímann hér á listann Rhodu Scott og nú ætla ég að nefna Ethel Smith og Barböru Dennerlein.

Svo vill líka svo skemmtilega til að pabbi minn kom í þáttinn Vítt og breitt, gaf tóndæmi og talaði um C-3 hammond Kalla Sighvats (úr Trúbrot) sem er nýkomið til Akureyrar og dvelur nú á Græna Hattinum. (rétt aftan við miðju)

Ég vona að þið hafið náð hæsta hamingjustuðli lífisins með þessari lesningu.

UB.

1 comment:

Jóhann Atli said...

Ekki má gleyma því að það er haldin tónlistarhátið til heiðurs þessu hljóðfæri á hverju ári á Djúpavogi:

www.djupivogur.is/hammond