Friday, April 17, 2009

Topp 5 lærilög - Kristín Gróa


Þar sem það fer að líða að sex ára útskriftarafmæli mínu frá HÍ (og já það mætti túlka það þannig að ég sé farin að eldast) þá hef ég lítið input í það hvaða lög er gott að læra við. Listinn minn samanstendur því af lögum sem minna mig á skóla eða lærdóm..

5. Deerhunter - Tech School

Mér finnst þetta gott lag en ég er samt alltaf að bíða eftir að ég fatti snilldina á bak við Deerhunter. Í einhverju bjartsýniskasti einhverntíma þá keypti ég Cryptograms en hef grun um að annað hvort þarfnist hún 100 hlustana áður en snilldin kemur í ljós eða þá að ég sé bara lokuð fyrir þessu. Hmmm.

4. Tilly & The Wall - Bad Education

Er slæm menntun betri en engin menntun?

3. Los Campesions! - Don't Tell Me To Do The Math(s)

Það þýddi ekkert fyrir mig að segja þetta við stærðfræðikennarann minn hérna í denn enda endaði ég á því að læra óeðlilega mikið af stærðfræði.

2. Hüsker Dü - Something I Learned Today

Maður er svo sem alltaf að læra eitthvað nýtt þó skólagöngunni sé lokið.

1. Korgis - Everybody's Gotta Learn Sometime

Beck gerði eftirminnilega útgáfu af þessu lagi en orginallinn þykir mér líka góður.

No comments: