Saturday, April 18, 2009
Topp 5 læra-lög - Unnur Birna
Ég átti alltaf erfitt með að læra við tónlist, því ég fór alltaf óvart að hlusta svo mikið og steingleymdi hvað ég var að lesa. Í dag er ég náttúrulega í skóla sem ég þarf að læra lög, svo ég ætla að hafa þennan lista blandaðan lögum sem ég hef þurft að læra (og eru því góð að hlusta á meðan maður er að læra þau) og sem mögulegt er að lesa við - lærdómsmúsík má ekki vera of flókin ef maður á að vera með athyglina einhversstaðar annarsstaðar (en við músíkina þ.e.)
Byrja ég á Thom Yorke með lagið Black Swan af plötunni Eraser. Það lag gat ég hlustað á meðan ég las líffræði (það er ekki svo langt síðan ég kláraði stúdentinn sko) eða frönsku og auðvitað fékk ég alltaf 10. Eða svona næstum því. Skemmtilega líðandi plata hjá Herra Yorke.
Annað lag sem mér hefur þótt svona skemmtilega einfalt og "auðvelt í umgengni", ef ég má segja það um lag, er lagið Walk On með Neil Young. Einfaldur hljómagangur og laglína sem fylgir fullkomlega, engar gloríur eða óvænt atvik, allt gengur þægilega upp, þríhljómsraddanir án mikilla spenna - allt einfalt og kúl.
Þriðja lag þessa ágæta lista verður Fields of Gold með Evu Cassidy. Mjög falleg ballaða sem bæði er þægilegt að læra við og auðvelt að læra (nema kannske textann e.t.v.). Sting er ekki síðri en ballöðuútgáfa Cassidy er óborganleg og röddin hennar dýrleg að vanda.
Ef eitthvað er fullkomið sem undirleikur við lestur (ég tala nú ekki um ritgerðarskrif um sjálft tónskáldið og tónverkið) þá er það Pastorale - 6. sinfónía meistara Beethovens, Allegro Ma Non Troppo. 6. sinfónían er skemmtilega "skitsó" einsog Betti sjálfur var, en tilfinningarík og glaðleg. Kallinn var líka alger tilfinningasúpa...
Að lokum ætla ég að skella hér inn laginu Black Orpheus í útgáfu Paul Desmond og Jim Hall m.a. vegna þess að ég þarf bæði að spila sóló Desmonds og syngja það á prófunum mínum nú í lok apríl, og ég á það til á nótum ef einhver hefur áhuga! Mjög skemmtilegt transcribe verkefni í snarstefjun... Ljúft og gott við bóklegan lestur ef til vill líka. :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Mjög góður listi hjá þér Brunnur! Tveir þumlar upp fyrir Pastorale og Black Orpheus!
While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)
email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.
Post a Comment