Thursday, October 4, 2007

Næsti listi...

Vignir skámáglingur minn er einn af þessum mönnum sem rythminn getur heltekið án nokkurs fyrirvara. Hann hefur oft talað um að þegar hann heyrir viss lög þá tekur hann einfaldlega ekki nokkra ábyrgð á því sem útlimirnir gera. Ég hef orðið vitni að þessu ástandi og það er SVAKALEGT. Allavega... þá valdi hann lista vikunnar og það kom engum á óvart að drengurinn valdi topp 5 upphafs trommutakta í lögum svo við höfum öll verið í mjög taktlegum pælingum þessa vikuna.

Okkur er líka sérstök ánægja að tilkynna að þessa vikuna erum við með gestalistamann sem hefur sko aldeilis vald á kjuðunum. Það er enginn annar en trommarinn, FÍH dúddinn, Hljóðfærahússstarfsmaðurinn og fornleifafræðineminn Jón Óskar Jónsson sem ætlar að koma með sitt sérfræðiálit á lista vikunnar.

Jón Óskar í djörfum dansi