Tuesday, October 16, 2007

Califone


Það eru svo sem ekki nýjar fréttir að Califone platan Roots & Crowns sé fantagóð en þar sem ég var loksins að eignast hana í hardcopy þá get ég ekki látið það vera að minnast á hana. Þessi plata fékk alveg rífandi góða dóma og ekki að ástæðulausu því þetta er blússkotið og lágstemmt americana eins og það gerist best. Eitt besta lagið á plötunni er reyndar cover af Psychic TV laginu The Orchids en það er svo breytt að það hljómar mun meira Califone en nokkuð annað. Sagan segir að forsprakki hljómsveitarinnar, Tim Rutili, hafi verið búinn að missa áhugann á tónlist og vantað allan innblástur þegar hann heyrði þetta lag og varð alveg heltekinn af því. Hann byrjaði þá að skrifa tónlist aftur, kallaði hljómsveitina saman og úr varð platan Roots & Crowns. Það vill reyndar einmitt svo til að hljómborðsleikari Psychic TV, Lady Jaye, lést af hjartaáfalli í síðustu viku svo það er kannski einmitt við hæfi að hlusta á þessa plötu í dag og þá sérstaklega hið gullfallega The Orchids sem var upphafið að öllu saman.

Califone - The Orchids
Califone - Pink & Sour

1 comment:

kristjangud said...

átti miða á Psychic TV tónleikar í síðustu viku í berlín... súrt