Friday, October 5, 2007

Trommutaktar - Zvenni

Something - Bítlarnir
Afbragðsintró hjá Ringo sem skilar hlustandanum mjúklega inn í eitt besta lag Harrison.


D'Yer Mak'er - Led Zeppelin
Soldið stílbrot hjá zeppelin en trommurnar standa fyrir sínu.


Muscle´n Flo - Menomena
Hef í raun ekki ennþá náð þessu bandi almennilega í heild en þetta lag er ansi töff. Trommurnar koma og fara, halda því fersku og lagið rís og fellur til skiptis.


No Pussy Blues - Grinderman
Byrjar á ritvélarslætti sem trommarinn tekur upp og heldur áfram með í gegn um lagið og styður Cave í lýsingu sinni á misheppnuðum tilraunum til að fullnægja grunnhvöt.


Rúdolf - Þeyr
Sigtryggur Baldursson leiðir lagið með frumstæðum og frumlegum takti. Kraftmikið lag sem trommuleikurinn heldur uppi frá upphafi til enda.

No comments: