Friday, October 5, 2007

Topp 5 byrjunartrommutaktar - Vignir

Ég hef oft stært mig af því við listafélaga mína að ég eigi ekkert erfitt með það að klippa listann minn niður. Ég er alltaf að segja að ég eigi svo auðvelt með að ákveða hvaða lag eigi að vera nr. 5 og hvað eigi ekki heima á lokalistanum. Ég ét þessi orð ofan í mig í dag. Þetta var svo ótrúlega erfiður listi, þ.e.a.s. að hafa bara 5 lög á honum. En jæja, here goes...

5. Interpol - PDA
Mikilvægasti parturinn í góðu popplagi eru trommurnar. Það segi ég og ég veit um a.m.k. einn stjörnupródúser sem er sammála mér. Að láta lag byrja á trommunum er að sýna strax í upphafi hver kjarni lagsins er og á hverju er síðan byggt. Interpol menn byrja hér einmitt á mjög sterkum trommuleik sem keyrir lagið áfram alla leið í gegn.

4. Deftones - Digital Bath
Sándið á trommunum er svo ótrúlega flott! Ég veit ekki hvað þeir gerðu til að bassatromman sándaði svona eða að láta heyrast svona í tom-tomunum(kannski getur Jón Óskar sagt mér það) en ég gruna stafrænu byltinguna um að hafa hjálpað þarna til.

3. Radiohead - Airbag
Radiohead menn klipptu upp trommuleik Phil Selway og plástruðu honum aftur saman í tölvunni. Útkoman er virkilega flottur taktur sem að hr. Selway fer samt auðveldlega með að spila live.

2. Queens of the Stone Age - Song for the Dead
Dave Grohl minnir aldeilis á sig í þessu lagi og byrjar lagið með virkilega flottu sólói áður en að hann bombar laginu af stað eins og búmerangi fullu af rokkogróli.

1. Liars - Drum and the Uncomfortable Can
Lagið byrjar á alveg ótrúlega flottum trommuspili sem síðan heldur bara áfram í gegnum allt lagið. Hér er spilað á tvær trommur og flóknar míkrófón uppstillingar notaðar til að ná fram virkilega flottu sándi.

Honorable Mentions:
Sparta - Cut Your Ribbon(lagið sem gaf mér hugmyndina að þessum lista)
Joy Division - Love Will Tear Us Apart
Battles - Atlas
The Smiths - The Queen is Dead
Tool - Ticks & Leeches
Bloc Party - Like Eating Glass
Smashing Pumpkins - Geek U.S.A

P.S. set upp linka seinna

2 comments:

Erlingur said...

Ég verð að segja að ég er svekktur. Minntist enginn virkilega á Song 2 með Blur? Ekki einu sinni honorable mention? tsk tsk tsk...

Anonymous said...

Trommurnar á White Pony plötunni eru bara schnilld frá A-Ö. Bæði hvað varðar takta, og sound. Þó svo að hann eigi engan séns í Bonham o.fl., þá hugsa ég að ég myndi velja White Pony ef að ég ætti að velja eina "trommuplötu".