Saturday, October 27, 2007

Topp 5 forritunarlög - Vignir

Þessi listi hittir aldeilis nálægt hjartastað. Þar sem að ég forrita flesta daga og hlusta á tónlist þá myndi maður halda að ég hafi dálítið pælt í því hvaða tónlist sé betri en önnur. Það er jú einmitt rétt. Þegar ég er að forrita og vantar góða tónlist með þá þarf tónlistin að vera nokkuð sérstök, helst taktföst og falla ágætlega í bakgrunninn. Svo getur hún líka brotið þær reglur en virkað samt rosalega vel. Fínt er líka stundum að hafa tónlist sem myndi henta vel til að spila á galleiðum Rómverja eða annars staðar þar sem maður vill að þrælarnir sínir vinni meira og betur.

5. System of a Down - Sugar
Einu sinni var ég uppi í skóla að forrita tölvuleik, þrívíddarútgáfu af Bomberman, í heila nótt og hlustaði allan tímann á allt sem að System of a Down hafði gert á shuffle. Þetta var með rosalegri og erfiðari forritun sem ég hef komist í og ég var á billjón, lemjandi á lyklaborðið jafn hratt og lamið var á trommurnar.

4. Korn - Make me Bad
Á tímabili átti ég rosalegan forritunarplaylista sem ég var alltaf með á þegar ég ætlaði í eitthvað rosalegt. Hann taldi hundruði laga og á tímabili byrjaði ég mjög oft á þessu lagi. Það var eitthvað með byrjunina sem kom mér í gírinn.

3. Slipknot - SIC
Slipknot er kjánaleg hljómsveit, það veit ég alveg jafn vel og allir aðrir. En það er þó eitthvað við tónlistina þeira, harkan og sérstaklega tribal trommurnar sem alveg svínvirka á mig, það er aftur þessi sweatshop-galleiðutrommu("row you bastards!")-pæling sem er í gangi hér. Þetta lag byrjar á 100 km hraða og maður getur ekki annað en hrifist með.

2. Orbital - Dwr Budr
In Sides með Orbital er líklegast besta forritunarplata sem til er. Hvert lag setur mann í hálfgerðan trans, liggur í bakgrunninum og kemur manni í "zónið", sem er mikilvægasta tól forritarans.

1. TOOL - Lateralus
Þetta lag er mesta forritunarlag sem ég veit um. Í fyrsta lagi er þetta klassíkst TOOL lag sem hafa gert alveg frábær lög sem henta mörg ótrúlega vel til forritunar. Síðan er sterkur trommuleikur í laginu sem heldur manni við efnið. Það sem gerir þó þetta lag að besta forritunarlaginu er það að það er byggt á Fibonacci röðinni! Atkvæðin sem sungin eru eru í Fibonacci röðinni, sungið er um spíralinn og trommutakturinn ku vera einnig í Fibonacci en ég kann ekki að heyra það.

Honorable mentions(Hljómsveitir sem gera solid forritunartónlist):
Black Sabbath
Daft Punk
Stretch Arm Strong
Vision of Disorder
Nirvana

No comments: