Thursday, October 4, 2007

Topp 5 boyband lög - Krissa

Jább, allt of sein, comme toujours. En ég bara varð að fá að vera með...

Bay City Rollers - I Only Want To Be With You
Þetta er bara of fyndið og skemmtilegt! Eins og outfitin séu ekki nógu slæm heldur eru danssporin verri!



The Monkees - Daydream Believer
Það er náttúrulega ekki hægt að gera boyband lista án The Monkees og þetta lag er í pínu uppáhaldi. Auk þess heyrði ég actually annað boyband (held það hafi bara verið Boyzone! ojjj) covera það einhvern tíma fyrir löngu síðan (þegar ég var yngri og vitlausari). Það er auðvitað muuun betra með Monkees :)

The Temptations - Old Man River
Víjjj...Melvin Franklin er rosalegur! Styð þetta! :)



Jackson 5 - Ain't No Sunshine
Æjj þegar Michael var ennþá krútt! Þetta lag er bara svo gott!

N'Sync - Gone
Ég hlustaði aldrei neitt á N'Sync og ég held að þetta sé í alvörunni eina lagið sem ég þekki með þeim EN það er líka æði...þrátt fyrir að ég sjái JT krullhærðan fyrir mér í hvert skipti sem ég heyri það ;)

Lagið er hinsvegar enn flottara þegar JT flytur það einn...sérstaklega í París og svona...fínir tónleikar :)

No comments: