Friday, September 5, 2008

Topp 5 sorgleg lög - Erla Þóra

Skrambans tímaleysi veldur því að engir linkar eru á lögin.

5. KK og Ellen Kristjánsdóttir - When I think of angels
I heard you had left,
no it couldn't be true.
When I think of angels,
I think of you.


Fæ alltaf alveg hroll þegar ég heyri þetta lag. Held að það tengist eitthvað rauða hárinu í textanum.

4. Álftagerðisbræður - Rósin

Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.


Svo fallegur textinn í þessu... en sorglegur. Og bræðurnir klikka nú sjaldan í söngnum! Vanmetnir af yngri kynslóðum að mínu mati.

3. Al Green - How can you mend a broken heart?
And how can you mend a broken heart?
How can you stop the rain from falling down?
How can you stop the sun from shining?
What makes the world go round?
How can you mend a this broken man?
How can a loser ever win?
Please help me mend my broken heart and let me live again.


Svo afskaplega tregafullur söngur að maður fær alveg sting í hjartað!

2. Bubbi - Syneta
Þá nótt við dóum drottinn minn góður
drukknuðum bjarglausir einn og einn.

....
Í þangi við fundumst og fimm ennþá vantar
í fjörunni aldan skilaði oss.
Í hús á börum við bornir vorum
með bláa vör eftir öldunnar koss.


Ok ég læt Bubba fara óþarflega mikið í taugarnar á mér oft á tíðum, en hann á nú nokkur góð lög kallinn. Þetta er eitt þeirra, hef ábyggilega sett það áður á lista. Þetta er bara svo rugl sorglegt! Það að þetta hafi gerst í alvörunni lætur mig undantekningarlaust fá hroll þegar ég heyri þetta lag.

1. Terry Jacks - Seasons in the sun
Goodbye Michelle, it's hard to die
When all the birds are singing in the sky


Æji þetta er bara svo fallega sorglegt.

1 comment:

Krissa said...

Vááá ég var bara búin að gleyma að 'When I Think of Angels' væri til! Good choice ;)