Friday, October 31, 2008
Topp 5 lög sem ég myndi syngja í storminn við þverhnípi eftir tilfinningaþrunginn dag - Erla Þóra
5. Bonnie Tyler - Total Eclipse of the Heart
Hádramatískt. Sungið óspart á rúntinum í gamla daga. Þá var Sólveig vinkona "turnaround". Það þýddi að hún söng alltaf "turnaround" með tilþrifum en við hinar sungum Bonnie. Good times.
4. Bryan Adams - Everything I do I do it for you
Það var annað hvort þetta eða "Please forgive me". Get svoleiðis svarið það að Bryan Adams er bara alltaf á þessu þverhnípi í lögunum sínum!
3. Sting, Rod Stewart & Bryan Adams - All for love
Bryan búinn að draga Sting og Rod Stewart með sér út á þverhnípið.
2. Kate Bush - Wuthering Heights
Drama drama drama. Sá myndina einhverntíman fyrir löngu síðan, enduruppgötvaði þetta lag svo fyrir svona þremur árum síðan og ákað að lesa bara bókina. Góð bók. Gott lag.
1. Abba - The Winner Takes it All
The judges will decide
The likes of me abide
Mikil ósköp. Þetta syngur maður í alveg brjáluðu skapi á þverhnípi eftir ömurlegann dag.
Topp 5 drama - Kristín Gróa
5. The Besnard Lakes - Devastation
Svakalegt drama í gangi hér þó söngvarinn sé reyndar frekar rólegur í tíðinni. Hljómsveitin og bakraddirnar bæta það hins vegar alveg upp.
4. The Mars Volta - The Widow
Dramatískasta lag síðari tíma... og gítarsólóið toppar það alveg. Sé alveg hvernig hann stendur við þverhnípið með annan fótinn á gróthnullungi, hallar sér aftur og hefur gítarinn til himins.
3. Kate Bush - Wuthering Heights
Ég sé hana nú reyndar frekar fyrir mér standa uppi á heiði heldur en við þverhnípi en hún er alveg pottþétt í síðum hvítum kjól með hárið flaksandi í storminum.
2. The Moody Blues - Nights In White Satin
Þetta er svo svakalega dramatískt lag að mér vöknar bara um augun...
1. Bonnie Tyler - Holding Out For A Hero
Ef það er einhver sem stendur við þverhnípi og syngur upp í storminn eftir tilfinningaþrunginn dag þá er það Bonnie Tyler. Það skemmir heldur ekki fyrir að þetta lag minnir mig á Heiðu vinkonu mína sem syngur þetta alltaf með svo miklum tilburðum og handahreyfingum að það eykur enn á drama lagsins.
Topp fimm lög Árna syngjandi í rokinu á hamrabrún...
Jet Black Joe - Higher and higher
JBJ-liðar voru undir miklum áhrifum af Hamrinum, einkennisklett Hafnfirðinga og þetta lag myndi ég syngja á Hamarsbrúninni (rétt hjá útsýnisskífunni) í rifnum gallabuxum, ber að ofan, í leðurjakka og með "Flying V" Fendergítar.
Yrði kannski soldið vandræðalegt ef ég rækist á Ragnar Solberg...
Margrét Eir - Heiðin há
Annar Hafnfirðingu hér á ferð og textann samdi þriðji Hafnfirðingurinn, Davíð Þór.
Þetta lag er nokkuð dramatískara en hið fyrra og valdi ég því Ásfjall, lægsta fjall landsins (127 m.) til þess að spangóla þetta lag. Búningurinn yrði að sjálfsögðu viktoríanskur kjóll með lífstykki úr hvalbeinum.
Todmobile - Brúðkaupslagið
Ekkert hafnfirskt við þetta að mér vitandi en massa lag, dramatík, stórir sembalar...það vantar eiginlega bara svona stórar álþynnur sem skapa þrumuhljóð.
Edda Heiðrún Bachmann - Önnur sjónarmið
Mér hefur lengi þótt þetta lag gríðalega epískt, sérstaklega þegar Edda Heiðrún lýsir því yfir að hún muni samt sem áður elska viðkomandi. Það er flott þegar hugsunarlaust orðasamband eins og "samt sem áður" verður svona dramatískt.
Karlakórinn Fóstbræður - Brennið þið vitar
Og talandi um karlakóra þá er ekkert dramatískara en þetta lag. Ég hugsa að ég þyrfti að vera krossfestur á hamrabrún undir djúpri lægð, nú eða bundinn við skipsmastur á Halamiðum í brælu eða ríðandi á harða skeiði undan snjóflóði til þess að skapa rétta stemningu fyrir lagið.
Drami og læti... - zvenni
Take a look at the lawman
Beating up the wrong guy
Oh man!
Wonder if he'll ever know
He's in the best selling show
Is there life on Mars?
Skrítinn texti fullur af handahófskenndum setningum sem samt sem áður gera lagið afar dramatískt.
Sunburnt - Muse
And Ill hide from the world
Behind a broken frame
And Ill burn forever
I cant face the shame
Rokkdramadrottningarnar í Muse fá að sjálfsögðu sæti á listanum.
Disarm - Smashing Pumpkins
Disarm you with a smile
And leave you like they left me here
To wither in denial
The bitterness of one whos left alone
Ooh, the years burn
Ooh, the years burn, burn, burn
Corgan og co í þunglyndi og drama að vanda...
July Morning - Uriah Heep
In my heart...
in my mind...
in my soul...
La la la la ! ! !
Dramatískasta lallala í heimi...
I'm Not Crying - Flight of the Conchords
These aren't tears of sadness because you're leaving me
I've just been cutting onions
I'm making a lasagna
For one
Flight of the Conchords eru á góðri leið með að eiga lag fyrir hvert tækifæri en hér eru þeir á dramatískari nótunum...
Wednesday, October 29, 2008
Pardon My Heart
Pardon my heart
If I showed that I cared
But I love you more than moments
We have or have not shared
Það er orðið svo langt síðan ég talaði um Neil Young að mér finnst alveg kominn tími á að breiða út fagnaðarerindið enn einu sinni. Ég var að renna í gegnum tónlistina mína um daginn þegar ég rakst á cover sem maður að nafni Malcolm Burn gerði af einu af uppáhalds NY lögunum mínum. Hann hef ég aldrei heyrt minnst á áður en hann er víst upptökugaur og tónlistarmaður og kemur frá Ontario eins og NY. Lagið tók hann upp fyrir plötuna Borrowed Tunes: A Tribute To Neil Young sem er eins og flestar tribute plötur ansi götótt. Ótrúlegt en satt þá fíla ég þessa útgáfu samt alveg rosalega vel þó orginallinn á Zuma sé auðvitað alltaf í uppáhaldi.
Malcolm Burn - Pardon My Heart
Neil Young - Pardon My Heart
Monday, October 27, 2008
Topp 5 lög til að dansa við - Kristín Gróa
5. Beck - Gamma Ray
Þetta er strax orðið eitt af uppáhalds Beck lögunum mínum og þá er nú mikið sagt. Þetta er svona frekar rólegur dans en mjög grúví.
4. Jamiroquai - Canned Heat
Ég enduruppgötvaði þetta lag í síðustu viku og mundi þá að ég fer alltaf ósjálfrátt að diskódansa þegar ég heyri það. Pínu vandræðalegt í vinnunni en hei...
3. Familjen - Det Snurrar I Min Skalle
Þar sem ég hlusta aldrei á útvarpið þá fór þetta lag alveg fram hjá mér þangað til í síðustu viku (hei maður getur ekki alltaf verið með á nótunum hehemm) en svo núna get ég ekki hætt að hlusta á það. Það var sko líka aldeilis dansað við það um helgina! :)
2. The Knack - My Sharona
Reality Bites dansinn blívar alltaf. Verst að ég held það fatti enginn nema KVE hvað ég er að gera (af því þau eru að gera það líka!) og allir aðrir halda að ég hafi misst vitið.
1. David Bowie - Rebel Rebel
Hér á ég við single útgáfuna því hún er miklu hressari og dansvænni en albúm útgáfan. Það er bara eitthvað við þetta lag sem kveikir algjörlega í mér. Þegar gítarriffið spilast í fyrsta sinn þá fer ég ósjálfrátt að kippast til og dansa kjánalega með öllum líkamanum. Ég elska þetta lag svo mikið!
Friday, October 24, 2008
Topp 5 lög til að dansa við - Erla Þóra
Vicki Sue Robinson - Turn the beat around
Dillilag hið mesta.
The Beatles - Twist and shout
Mana þig til að tvista ekki þegar þú heyrir þetta lag. Ekki hægt.
George Harrison - I've got my mind set on you
Bað svo ótrúlega oft um þetta lag á klúbbnum sem ég stundaði hvað mest í London. Það var svona sér dansgólf með gömlu góðu lögunum og ég held svei mér þá að undir lok London-dvalar minnar hafi DJinn farið að spila þetta lag bara um leið og við mættum á staðinn. Svo er myndbandið náttúrulega BARA geggjað.
Irene Cara - Flashdance...What a feeling
Ok ok ok.. chessy I know. En hver stenst dramatíkina í byrjuninni sem brýst svo út í allsherjargleðidans? Ekki ég allavega.
Scissor Sisters - I don't feel like dancing
Tjúttlag-IÐ! Kemur mér alltaf í dansgírinn.
dansilög - zvenni
Dans bælda karlmannsins...
Total Eclipse of the Heart - Bonnie Tyler
...fyrir Óskar Hafnfjörð, Dillon og mig.
Atlas - Battles
Á afar drónalegan og dáleiðandi hátt rekur vélrænn taktur lagsins líkamann á fætur og af stað. Hópur uppvakninga hlykkjast til í átt að borginni undir stjórn lágvaxins og skræks illmennis... hlustið...
Tiny Dancer - Elton John
Hópdill og hendur á öxlum... vinir, djammfélagar, ókunnugir og vafasamir mótorhjólagaurar sem voru búnir að standa kyrrir og sötra bjórinn sinn allt kvöldið þangað til þetta lag hófst, allir fallast í faðm, vagga og væla í kór... "When I say softly... slowly...¨
Sad Punk - Pixies
One thousand miles an hour
Im just like anyone
I want to feel the road of tar beneath the wheel
named extinction
Það er eitthvað við þetta lag sem fær mann til að rjúka á fætur, ryðja sér leið inn í miðjann pyttinn, taka nokkur högg, detta, standa upp ögn vankaður, líta í kring um sig og þá gerist það, augun mætast. Þú veist samstundis að þetta er stúlkan... skrítna gotagellann með skítuga hárið og nokkra heimagerða dredda sem stangast út í loftið. Hún er götuð á öllum réttu stöðunum og fölari en máninn endurspeglaður í ræsinu í Nick Cave lagi. Tónlistin hægist en dæluklumpurinn heldur áfram að pumpa rauða vökvanum á vörpu 9 og krómuð rómantíkin kikkar inn...
And evolving from the sea
Would no be too much time for me
To walk beside you in the sun...
Wednesday, October 22, 2008
Lög til að dansa við...
Dans er notaður til að tjá ýmislegt, ánægju, ást, platónska ást, áfengismagn og jafnvel reiði eins og Bret ætlar að sýna okkur.
Tuesday, October 21, 2008
gloríur...
Partur af bresku innrásinni í Ameríku var norður írska Belfast bandið Them með Van Morrison á munnhörpu og míkrafón. Einn helsti smellur þeirra var lagið Gloria frá árinu 1964 sem var b hlið Baby, Please Dont Go. Þetta einfalda þriggja gripa lag hefur verið tekið upp af mörgum listamönnum í gegnum tíðina og margprófaðar vísindalegar tilraunir hafa sýnt fram á að ef gítar sé hent niður stigagang spili hann Gloríu á leiðinni niður.
Þó ég fíli Doors hef ég aldrei verið neinn ofuraðdáandi. Þeir eiga þó óneitanlega nokkur svakaleg lög og eflaust hefur það verið mikil upplifun að sjá þá á tónleikum. Sóðalegur og sjarmerandi Morrison miðlandi undarlegri indíánavisku sem blandast saman við einhvers konar klassíska-flamingó-djasssúpu. Gloría Doors er live upptaka og gott dæmi um sækadelikshamanismatransklámsögustíl söngvarans. Sögur segja að Doors hafi hitað nokkru sinnum upp fyrir Them í gamla gamla daga og Morrissynirnir tveir hafi tekið magnaða tuttugu mínútna Gloríu í lok síðustu tónleikanna.
Er soldið heillaður af Horses plötu Patti Smith þessa dagana og Gloría hennar finnst mér afar mögnuð. Smith hoppar auðveldlega á milli hugljúfs og innilegs söngs í byrjun lagsins og suddaskapar í lok þess sem gerir það afar Patti-legt og skemmtilegt í alla staði.
Gloria - Them
Gloria - Doors
Gloria - Patti Smith
Friday, October 17, 2008
Vond bítlalög - Kristmundur
Ömurlegt lag. Ekki nóg með að lagið sjálft er lélegt heldur er útsetningin skelfileg. Þar er víst við Phil Spector að sakast en hann bætti sjálfur við 22 fiðluleikurum og 18 söngkonum til að sykra lagið örugglega um of. Sagan segir að Paul hafi viljað stöðva útgáfu plötunnar þegar hann heyrði útgáfuna en því miður var það um seinan. Afar óbítlalegt lag.
Ob-la-di Ob-la-da
Þegar ég heyri orgelintróið vaknar ávallt sama spurningin: Hvar er forward-takkinn á þessum béans spilara?
Don’t Pass me by
I'm sorry that I doubted you,
I was so unfair,
You were in a car crash
and you lost your hair
Lag og texti: Ringó. Á Hvíta albúminu má finna alla flóruna. Allt frá ódauðlegum perlum til mjög lélegra laga, eins og Don’t Pass me by. Af hverju að láta trommarann semja lag þegar þú ert með þrjú séní í lagasmíðum í bandinu?
What goes on
Heimskulegur kántrí-slagari og hver annar en Ringó sem syngur. Meira Ríó Tríó-sánd en Bítlasánd.
Mr. Moonlight
Bítlum til varnar er lagið ekki eftir þá heldur Roy Lee Johnson. Lélegt.
Slæmt bítl... zvenni
Ekki svo slæmt kannski en ekkert spes heldur. Soldið skrítið að vera að reyna að leita uppi slæm lög en úr hráefninu sem í boði kemst þetta á listann. Er líka early bítl sem er ekki nærri eins gott late bítl. Myndbandið er samt skondið.
Revolution 9
Veit ekki alveg hvað á að halda um þetta lag. Er þetta brautryðjendasýruflipp eða bara Lennon í rugli. Ekki viss.
Good Night
Hef sjaldan haft neitt út á Ringo að setja nema máski sólósmellin hans "Your Sixteen" (en hann var 34 ára þegar hann söng og lék í myndbandinu við lagið). Good Night er samt nokk slapt. Vögguvísa í lok hvítu plötunnar sem hefði vel mátt sleppa að mínu mati.
Long and Winding Road
Strengirnir og Phil Spector gera lagið afar vemmilegt sem Paul McCartney lög mega ekki við. Heyrði seinna strípaða útgáfu af því á endurgerðri útgáfu af Let it be sem er miklu betri. Gott dæmi um strengjaflipp sem fer úrskeiðis. Hér er strípaða útgáfan til samanburðar, og hljómar bara afar vel. Þarf engan bévítans hljóðvegg, bara bítlana og í mesta lagi Billy Preston á orgel.
Ob-La-Di, Ob-La-Da
Man bara eftir hræðilegri útgáfu af laginu í sjónvarpsþáttunum Life goes on þar sem fjölskyldan syngur inngangslagið og enginn man eftir að gefa hundinum. Þó að lagið hafi ekki verið með betri tónsmíðum bítlanna þá eyðilagðist það algjörlega fyrir mér í útgáfu Corky og co. Ekki smella á þennan tengil.
Topp 5 léleg Bítlalög - Kristín Gróa
Ég á rosalega erfitt með að kalla Bítlalög léleg. Meira að segja þau allra heimskulegustu finnst mér oft bara fín. Yellow Submarine? Finnst það bara ekkert svo slæmt!
5. Nowhere Man
Ég veit ekki af hverju en þetta lag hefur alltaf farið alveg skelfilega í taugarnar á mér. Fæ bara ekkert út úr því að hlusta á það...
4. Rocky Raccoon
Þetta er bara svo mikið annars flokks lag. Það er ekkert pirrandi eða obnoxious heldur meira svona flehhh. Allt lagið er eitt stef endurtekið út í hið óendanlega og það stef er ekki einu sinni neitt spes... það er enginn stígandi, enginn kórus og textinn er um mann kenndan við þvottabjörn sem er stungið undan og hann svo skotinn. Eða? Who cares...
3. All You Need Is Love
Ástin er örugglega fín og allt það en maður þarf alveg meira. Mat í mallakútinn, þak yfir höfuðið, tónlist sem fær mann ekki til að kúgast...
2. Hello, Goodbye
Ef einhver getur botnað í því hvað hann Paul er að meina í þessu lagi þá er ég virkilega til í að sá hinn sami útskýri það fyrir mér. Textinn er óskiljanlegur, bakraddirnar eru kjánalegar og það gleymdist að setja laglínuna í lagið.
1. Ob-La-Di, Ob-La-Da
Fáránlega catchy lag en samt alveg gjörsamlega óþolandi. Svona lag sem ég fæ á heilann og verð svo pirruð á því að mig langar að skafa heilann á mér úr höfðinu. Brrr.
Thursday, October 16, 2008
Airwaves 2008 - miðvikudagskvöld
Anywho, eftir þetta ákváðum að rölta yfir á Tunglið þar sem var lengsta röð sem ég hef nokkurntíma séð á þessari hátíð og er ég þó sjóuð í þeim málum. Eftir að hafa heppilega hitt vinkonur mínar sem stóðu ekki skelfilega aftarlega í röðinni og beðið kreisí lengi úti í kulda og rigningu (hallelúja fyrir regnhlífum) komumst við loksins inn þegar Hjaltalín voru að byrja að spila. Fólksfjöldinn þarna inni var algjörlega út úr kortinu... hiti, sviti, olnbogaskot og troðningur en Hjaltalín voru skemmtileg og hress. Eftir Hjaltalín gáfumst við upp mannmergðinni og fórum bara heim en þetta var ágætis upphitun fyrir það sem koma skal.
Kvöldið er nokkuð opið en ég er nokkuð viss um að sjá Fuck Buttons, El Perro Del Mar og Lay Low. Annars er ég spennt fyrir The Mae Shi, Florence & The Machine, FM Belfast og Ane Brun en það fer eftir því hversu snemma ég mæti í bæinn og hversu seint ég meika að fara að sofa hvað verður fyrir valinu. Já!
El Perro Del Mar - Glory To The World
The Mae Shi - The Lamb And The Lion
Friday, October 10, 2008
Kreppulög - zvenni
Soldið týnd þessa dagana.
The good times are killing me - Modest Mouse
Sona fer góðærið með mann, allt til helvítis....
Everybody's Gotta Learn Sometimes - Beck
Fylleríið búið, kominn tími á þynnkubömmer og lærdóm.
Good times, bad times - Led Zeppelin
góðæri, kreppa, við lifum þetta af...
The Times They Are A-Changing - Bob Dylan
Máski tími til að fara að líta inn á við, og sjá hvað má finna þar?
Kreppan - Kristmundur
Þessa dagana les maður mikið á vefsíðum um hrun kapitalisma og þær hugmyndir að henda ríkisstjórninni út og mynda utanþingsstjórn. Hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir tíu árum? Jú, uppáhaldsbandi Steingríms J. Sigfússonar, Plató.
Dead end street – The Kinks
There's a crack up in the ceiling
And the kitchen sink is leaking
Out of work and got no money
A Sunday joint of bread and honey
What are we living for? Two roomed apartment on the second floor?
No money comin' in, the rent collector's knockin' trying to get in
Frábært kreppulag eftir Raymond.
In the ghetto – Nick Cave and the Bad SeedsLitlir, svangir munnar út um allt í gettóinu. Kreppan kallar á örvæntingarfull ráð.
All tomorrow’s parties – The Velvet Underground
And what costume shall the poor girl wear
To all tomorrow's parties
A hand-me-down dress from who knows where
To all tomorrow's parties
And where will she go and what shall she do
When midnight comes around
She'll turn once more to Sunday's clown
And cry behind the door
Einhver fátæk öskubuska sem er búin að stunda partíin grimmt og grenjar yfir innihaldsleysinu. Ekkert vit í öllu þessu sukki.
Anywhere I lay my head – Tom Waits
Well I see that the world is upside-down
Seems that my pockets were filled up with gold
And now the clouds, well they’ve covered over
And the wind is blowing cold
Well I don’t need anybody, because I learned, I learned to be alone
Well I said anywhere, anywhere, anywhere I lay my head, boys
Well I gonna call my home
Það er búið að snúa heiminum á hvolf og framtíðin er óljós. Ljóta ruglið.
kreppulög Árna
REM – It´s the end of the world as we know it
Þetta byrjaði með jarðskjálfta í sumar, flugvélafyrirtækið XL Leisure fór á hausinn og fellibyljir dundu á Ameríku.
Skuggaleg ófreski hjá REM-verjum
Þetta lag hefur allt sem einkennir íslenska peningahyggju: hjólhýsi, yfirvinnu, Spánar orlof, blokkaríbúð, grafíklistaverk, húsbyggingar, stress, tékkar, svefnvana nætur, skattar, skuldir já og að sjálfsögðu sjómannalíkingar...einn ég ræ!
Sex Pistols – Anarchy in the UK
Gordon Brown nýtur einskis trausts meðal Breta, Verkamannaflokkurinn mælist með minnsta fylgi í meira en áratug, aldnir breskir bankar fara á hausinn, breski herinn að hrökklast út úr Írak. Það ríkir ringulreið í Bretlandi...hvað er til ráða?
Það er óbrigðult ráð hjá pólitíkusum stórra ríkja að ef illa gengur þá skal beina athygli landsmanna að einhverju smáríki sem engu máli skiptir og refsa því með offorsi. Hvað getur smáríkið gert? Hótað viðskiptabanni? Farið í stríð?
Mýmörg dæmi um þetta, hvalveiðibannið á níunda áratugnum, Múhameðsteikningar Jyllandsposten og nú íslenskar bankabækur.
Ísland er litli astmaveiki og nærsýni krakkinn á rólóvelli heimsins.
Bruce Springsteen – Glory Days
Eftir svona áratug verð ég staddur á Kanaríeyjum og ég ráfa af einhverri rælni inn á karókíbar og þar mun ég sjá Bjarna Ármanns, Björgúlf, Jón Ásgeir og Hannes Smára blindfulla, í sandölum og svörtum sokkum syngjandi Glory Days. Út í horni liggur svo Welding fram á borðið, búinn að lita hárið blásvart en með sentimeters rót í hvirfli.
Leonard Nimoy – A Visit to a Sad Planet
Nýtt Þorskastríð er að hefjast, rússneski björninn er farinn að liðka krumlurnar, loftlagshlýnun, heimskautin bráðna, bygging tónlistarhússins í uppnámi...þetta stefnir allt á einn veg.
Framtíðin mun syrgja okkur...
Topp 5 kreppulög - Kristín Gróa
5. The White Stripes - Bone Broke
I'm leaning on a brick with my nails
I'm telling 'em money's in the mail
Keep showing that my bones never fake it
But not a brick bank is gonna break it down
Oh, well
I'm bone broke
Það er búið að gera okkur öll staurblönk.
4. Hot Hot Heat - Save Us S.O.S.
Hjálp!
3. Jimi Hendrix - Manic Depression
Það þýðir ekkert að vera niðurdreginn en stundum er bara erfitt annað.
2. M.I.A. - Pull Up The People
Everyday thinkin' 'bout how me get through
Everything I own is on I.O.U.
Fyrsta lagið sem ég heyrði með M.I.A. á vel við núna...
1. Wilco - Poor Places
They cried all over overseas
It makes no difference to me
It's hot in the poor places tonight
I'm not going outside
Poor places... það er hér.
Monday, October 6, 2008
Kylie
Ég var einu sinni sem oftar með stillt á shuffle um daginn og rakst þá á lag sem er að finna á safnskífunni Ultimate Kylie sem ég verð að viðurkenna að situr uppi í hillu hjá mér. Ég keypti þennan tvöfalda disk í einni af Ástralíuferðunum mínum þegar mér ofbauð það að þurfa að keyra hálftíma fram og til baka í vinnuna á hverjum degi með gjammandi útvarpsmenn í eyrunum (ég þoli útvarp afskaplega illa). Einhvernveginn fannst mér Kylie meika meira sense í sveitum suður Ástralíu heldur en nokkurntíma áður og ég held satt að segja að þar sé hún best geymd en það er nú annað mál. Já en allavega þá fór lagið Put Yourself In My Place í gang um daginn og ég gat ekki að því gert en mér fannst það bara nokkuð flott. Útsetningin er glötuð og allt það en lagið sjálft (og þá sérstaklega kórusinn) er bara nokkuð frambærilegt. Ég hugsaði ósjálfrátt með mér að þetta lag gæti orðið flott sem kover hjá einhverjum hipp og kúl indígaur... spurning um að hvetja José González til að taka annað Kylie lag?
Það vill svo skemmtilega til að þetta lag kom upprunalega út á plötunni Kylie Minogue árið 1994 eins og lagið Confide In Me sem mér fannst innst inni alltaf ótrúlega flott lag. Ég viðurkenndi það auðvitað aldrei enda var ég það tónlistarsnobbuð 13 ára að ég hefði aldrei viðurkennt að fíla Kylie. Glætan.
Kylie Minogue - Put Yourself In My Place
Kylie Minogue - Confide In Me
Friday, October 3, 2008
Topp 5 strengjanotkun - Kristín Gróa
5. Beth Orton - She Cries Your Name
Hvað varð eiginlega um Beth Orton? Hún kunni sko aldeilis að nýta sér angistarfulla strengi til hins ítrasta...
4. Fiona Apple - Extraordinary Machine
Ég held ég hafi aldrei búist við eins litlu af plötu og orðið síðan svona svakalega undrandi á því hversu góð hún var. Þetta titillag og opnunarlag plötunnar er í miklu uppáhaldi.
3. Björk - Jóga
Mér finnst strengirnir á Homogenic yfirhöfuð alveg rosalega flottir svo ég valdi bara eitt gott dæmi.
2. Andrew Bird - Fake Palindromes
Fyrir utan hvað þetta er allround frábært lag með frábærum texta og frábæru nafni þá er strengjastefið bara alveg frábært líka!
1. The Beatles - Eleanor Rigby
StrengjalagIÐ.
Strengir - zvenni
Astral Weeks - Van Morrison
Astral Weeks af plötunni Astral Weeks sem er loksins smollin inn í hausinn á mér. Búið að taka smá tíma en núna næ ég henni varla úr spilaranum. Strengjaútsetningar eru alltaf í bakgrunni laganna og hjálpa til við hæga stígandann í mörgum þeirra, eins og þessu hérna.
Wond´ring aloud - Jethro Tull
Snyrtileg strengjanotku. Kemur hægt og róleg meira inn í lagið án þess að fara yfir strikið. Styður þetta fallega og mannlega ástarlag á afar smekklegan hátt.
Perfect Day - Lou Reed
Mick Ronson og David Bowie hjápuðu Reed með Transformer plötuna. Sá einu sinni viðtal við Reed þar sem hann var í stúdíói að tala um upptökuferlið á plötunni mörgum árum seinna. Hann spilar lagið og lækkar niður í öllu nema strengjunum í endanum á "Your gonna reep just what you sow" partinum, kreditar Ronson fyrir útsetningunni, lygnir aftur augunum og leyfir strengjunum að klára lagið.
Eskimo - Damien Rice
Var aldrei alveg viss með Damien Rice. Ekki viss um hvort hann hefði efni á þessari ofurdramatík sem einkennir textana hans. En þetta lag finnst mér toppa allt og snúa því á haus. Það að skella fullum strengjum í síðasta lagi plötunnar og klímaxa það svo með óperusöngkonunni syngjandi um eskimóann finnst mér svo fyndið að ég fyrirgef honum allt hitt þunglyndisvælið og í raun sættist við það. Ef hann getur gert sona grín að þessu öllu gæti verið að hann sé ekkert að plata með hitt.
Starálfur - Sigur Rós
Þó eru undantekningar. Sigur Rós má alltaf nota strengi, það er bara flott. Líklega af því að það er engin tilgerð í gangi hjá þeim.