Saturday, December 13, 2008

Topp 5 myndbönd - Kristín Gróa

5. Beyoncé - Single Ladies (Put A Ring On It)

Kannski ekki eitt besta myndband allra tíma en það er samt f*****g awesome og í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þessar mjaðmir! Ég dáleiðist við að horfa á hana...

Sjá hér!

4. Paul Simon - You Can Call Me Al

Lágvaxnasti maður poppsögunnar hittir hávaxnasta mann kvikmyndasögunnar og þeir bregða á leik. Bleika herbergið, Chevy Chase að mæma lagið og þessi absúrd stærðarmunur gera þetta að mjög eftirminnilegu myndbandi.



3. Peter Gabriel - Sledgehammer

Ótrúlega skemmtilegt myndband sem var mér skringilega ofarlega í huga við gerð þessa lista miðað við að ég hafði ekki séð það í mörg mörg ár.



2. Radiohead - Just

Hvað segir maðurinn í lokin?



1. Sigur Rós - Untitled 1 (Vaka)

Það er eiginlega ekki nokkur leið að velja eitt myndband frá Sigur Rós framyfir annað en þetta er ansi áhrifaríkt og fær því toppsætið.

4 comments:

Erla Þóra said...

Beyonce er alveg fierce þarna.. þarf klárlega að pikka upp þennan dans!

Kristín Gróa said...

Ójá það verður þú að gera og ekki gleyma leotardinum... hann setur punktinn yfir i-ið :D

Krissa said...

Leotard með belti stelpur...held þetta verði outfit sumarsins - nú eða vetursins fyrir okkur heitfenga fólkið ;)

Ef ég fórna mér í svona hideous outfit, háa hæla og booty-shaking dans vil ég hinsvegar klárlega fá one of the dance biscuits all to myself múahaha!

Krissa said...

Ég meina, hversu fancy eru þeir? http://www.koreus.com/video/snl-beyonce-justin-timberlake.html ;P