Wednesday, July 22, 2009

Bibio


Bibio er breskur tónlistarmaður sem ég veit ekkert um annað en að tónlist hans hefur hingað til aðallega verið líkt við Boards Of Canada og að hann var að gefa út plötuna Ambivalence Avenue núna í júní. Já og ég veit líka að ég fíla titillag plötunnar rosa mikið.

Bibio - Ambivalence Avenue
Bibio - Jealous of Roses

Friday, July 17, 2009

Topp 5 prímtölur - Georg Atli



11. The Walkmen - Seven Years of Holidays (For Stretch)

Sjö er fyrsta jákvæða Carol prímtalan...

7. Johnny Cash - Five Feet High and Rising

Klassík. Johnny Cash dó árið 2003, sem er prímtala

5. De La Soul - Magic Number

Þrír er töfratala

3. Danielson - Two Sitting Ducks

Ég er bara nýlega búinn að uppgötva Danielson, þetta lag er stuð og 2 er fyrsta eiginlega prímtalan.

2. Prime - Marnie Stern

Lagið heitir Prime og svo segir hún:

Like a prime number,

He was devoid of plus.

Topp 5 prímtölur - Kristín Gróa


5. Blonde Redhead - 23

Lalalalalala.


4. The Postmarks - 11:59

Bæði 11 og 59 eru prímtölur og þetta Blondie cover er yndislegt.


3. Prince - 1999

Partílag fortíðarinnar.


2. Phoenix - 1901

Eitt besta lagið af einni bestu plötu ársins so far.


1. Smashing Pumpkins - 1979

Klassík!

Friday, July 10, 2009

Topp 5 geimlög - Kristín Gróa


5. Marc Bolan - Spaceball Ricochet (live)

Akústik glamrokk.


4. Blur - Strange News From Another Star

Smá doom and gloom.


3. Pixies - Space (I Believe In)

Kannski meira verið að tala um rými en geiminn en þetta er bara svo töff lag. Jeffrey with one F... Jeffrey! Jeffrey with one F... Jeffrey!


2. A Space Boy Dream - Belle & Sebastian

Ó-Belle & Sebastian-legasta lag sem Belle & Sebastian hafa flutt. Ég lofa. Það er fáránlega svalt og súrt og ekkert krúttulegt!


1. David Bowie - Space Oddity

Já algjörlega fyrirsjáanlegt val en ég get ekki hunsað það. Þetta lag hljómar bara eins og geimurinn... ég get ekki útskýrt það en mér finnst ég heyra í víðáttunni og kyrrðin er áþreifanleg. Örvæntingin þegar allt fer úrskeiðis er síðan svo áþreifanleg að ég fæ smá hnút í magann og vona alltaf að eitthvað komi Major Tom til bjargar.

Tuesday, July 7, 2009

The Tallest Man On Earth


Ég er búin að vera lengi á leiðinni að skrifa eitthvað um sænska tónlistarmanninn Kristian Matsson sem gengur undir sviðsnafninu The Tallest Man On Earth. Einhverjum þykir hann vera of líkur Bob Dylan en ég er ekki alveg að sjá það... þó hann sé með grófa rödd og spili fólklega tónlist þá þarf nú aðeins meira til finnst mér. Hann gaf út plötuna Shallow Grave í fyrra og hún líður ansi ljúflega í gegn.

The Tallest Man On Earth - The Gardener
The Tallest Man On Earth - I Won't Be Found

Friday, July 3, 2009

Topp 5 eins smells undur - Erla Þóra

Hér er af nógu af taka! Hefjast þá leikar... með smá bíómyndaívafi, en alveg óvart!

5. Big Dee Irvin - Swingin on a Star

Svo catchy að þetta var bound to be a hit í gamla daga. Og enn þann daginn í dag festist viðlagið í hausnum á manni reglulega. Þetta lag var líka notað á ansi skemmtilegann hátt í Bruce Willis myndinni Hudson Hawk.

4. The Knack - My Sharona

Kom út 1979 en maður er enn að heyra þetta reglulega. En The Knack? Maður heyrir nú ekkert annað frá þeim. Skemmtilega notað í Reality Bites.

3. Blind Melon - No Rain

THE one hit wonder. Kunna allir þetta lag og muna eftir krúttlegu stelpunni í býflugnabúningnum en fæstir muna eftir því að hafa heyrt eitthvað annað með Blind Melon.

2. The Contours - Do You Love Me

Þetta lag var eins smells undur á sjöunda áratugnum. Varð svo vinsælt aftur á níunda áratugnum eftir að lagið var notað í Dirty Dancing. Ég játa mig seka og viðurkenni að ég hreinlega get ekki setið kyrr þegar ég heyri þetta lag. Tjútt!

1. Lisa Loeb - Stay

Hvað varð um Lisu Loeb? Hver veit! Þetta lag dáði ég og dýrkaði 1990-og-eitthvað. Lag úr Reality Bites aftur, klikkar ekki.

(Honorable mentions verða að fá fylgja: Snow - Informer (so bad it's good), Crash Test Dummies - Mmm Mmm Mmm Mmm (fáránlega catchy humm), Sugar Hill Gang - Rapper's Delight (hip di hip), The Buggles - Video Killed the Radio Star)

Topp 5 eins smells undur - Kristín Gróa

Það er voðalega erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað er eins smells undur og hvað ekki. Einhver sem átti aðeins einn risasmell hefur kannski starfað sem tónlistarmaður með ágætis árangri fyrir og eftir smellinn og nýtur mikilla vinsælda í t.d. indieheiminum þó hinn almenni útvarpshlustandi kannist bara við risasmellinn. Það er erfitt að vita hvar á að draga línuna...


5. Gary Jules - Mad World

Hvað segir það um mann ef eini hittarinn er cover lag? Ég veit það ekki en hann gerir þetta vel.


4. Cornershop - Brimful Of Asha

Þetta fær sæti á lista í tilefni sólarinnar!


3. Edwyn Collins - A Girl Like You

Svo svalt.


2. Blind Melon - No Rain

Söngvarinn dó úr dópi og þá var allt búið. Kannski hefðu þeir aldrei orðið að neinu númeri hvort sem er? Ég og Krissa vorum einmitt að rifja upp um daginn að No Rain er ultimate aldurstestið. Ef þú getur sungið með textanum umhugsunarlaust þá ertu á réttum aldri en annars ertu of ungur eða of gamall. Það þarf ekki að spyrja að því að við erum á réttum aldri ;)


1. The Knack - My Sharona

Þetta er hið eina sanna eins smells undur... þvílíkur slagari.