Friday, January 2, 2009

2008 - zvenni

Hlustaði á nokkrar plötur á árinu, uppgötvaði nýjar og rakst á gamlar. Allt í allt fínt ár.

í engri sérstakri röð...

Dig, Lazarus, Dig!!! - Nick Cave & The Bad Seeds

Link
(hér sést Cave afla 70. þús punda til góðgerðarmála með því að taka smell Destiny's Child's Bootylicious í frægafólkskarókípartíi)

Gamli góði Cave með vondu fræjunum sínum getur enn gert góða plötu, hversu margir eldast og halda samt áfram að gera góða hluti? ekki allir... er alla veganna sáttur við kauða og plötuna hans, og hér er uppáhaldslagið hans Gulla frænda af henni, skál Gulli!

More news from nowhere


Horses - Patti SmithLink

Man ekki alveg hvenær ég keypti þessa plötu, máski á Glastonbury í hitteðfyrra... en alla veganna þá gleymdist hún í rekkanum og aðrar voru teknar fram yfir. Óvænt datt hún svo inn í haust með miklum og góðum afleiðingum.

Free Money


For Emma, Forever Ago - Bon Iver


Hæg og mjúk plata sem kom mér mikið á óvart, búinn að hlusta afar mikið á hana í ár. Bon Iver rokkar... en ekki bókstaflega.

Blindsided


Astral Weeks - Van Morrison


Önnur plata sem ég átti til í rekkanum en gaf mér aldrei tíma til að stúdera fyrr en síðasta sumar. Þurfti nokkrar hlustanir en var vel þess virði. Mæli með plötunni fyrir fólk sem langar að kynna sér Manninn, ef henni er gefinn smá tími og athygli hverfur maður inn í þverflautu- og strengjaskotnar stjörnuheimsvikur Van Morrisons.

Sweet Thing


Með Suð Í Eyrum Við Spilum Endalaust - Sigur Rós


Plata sem ég keypti mér í haust og er enn að hlusta á. Að mínu mati óhefðbundnasta plata sveitarinnar hingað til, þ.e. sú venjulegasta... en hei, hefðbundið hér, óhefðundið þar, Girls will be boys and boys will be girls, Its a mixed up muddled up shook up world except for lola
Lo-lo-lo-lo lola...

Íllgresi

No comments: