1.Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Tindersticks, klárlega. Ég var búinn að bíða allt of lengi með það að sjá þá live og loksins komst ég svo að sjá þá og varð ekki fyrir vonbrigðum, magnaðir tónleikar í alla staði og Stuart Staples er massa svalur.
2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
Humm… Seasick Steve… telst hann sem gamalt dót?? Hann er amk gamall og spilar á eldgamlann gítar þó svo að plöturnar hans séu ekkert langt síðan plöturnar hans komu út…
3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Að komast ekki á Hróarskeldu þegar næstum allir aðrir fóru…og lænöppið var líklega það besta í langan tíma
4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
Animal Collective og Neutral Milk Hotel. Þekki þessi bönd engan veginn nógu vel (en líkar vel við það sem ég hef heyrt) og hef líka alltaf ætlað að hella mér í djass og gamlan blús…..
5. Hver er bjartasta vonin?
Úff… margar nýjar góðar á 2008… Fleet Foxes, Bon Iver, Marnie Stern…. hef heyrt góða hluti með The Temper Trap fyrir 2009.
6. Hvern/hverja værir þú mest til í live 2009?
Tom Waits, ekki spurning alltaf Tom Waits, og Arcade Monkeys, Fleet Foxes, Bon Iver og Apparat Organ Quartet.
Friday, January 9, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment