Saturday, January 10, 2009

Uppgjör Árna á árinu 2008

Sæl öllsömul og afsakið listaleysið mitt að undanförnu.
Hér kemur árið mitt...

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Held að ég hafi aldrei verið jafnlatur við að sækja tónleika og í ár en bestu tónleikar ársins eru:

Neil Young á Hróa...hef sjaldan séð nokkurn mann spila á gítarinn sinn af jafnmikilli hörku.

Grinderman á Hróa...gredda og grár fiðringur en samt með snyrtileikann í fyrirrúmi.

Reykjavík! á Kaffibarnum...þegar við gengum inn þá stóðum við á milli bassaleikarans og trommarans. Svo var Bóas klifrandi upp á öllu, fólk að góla í míkrófóninn, guttar að grípa í gítara og spila með, Jack Daniels flöskur sem gengu um meðal áhorfenda og svo bara svaka gaman.

Stones tribute á Dillon sportbar...óskilgetinn sonur Jaggers kom þarna fram því líkindin voru skuggaleg.

Síðast en ekki síst er þegar Heiða í Unun tók Lög unga fólksins á Menningarnótt í Friðarhúsinu...takk Óskar fyrir óskalagið

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Hef átt góðar stundir með Koggu frænku minni að hlusta á tónlist og hef því uppgötvað Pílu pínu og Glám og Skrám á nýjan leik. Mjög góð lög, ekki síst hjá Röggu Gísla.

Fór loksins að hlusta almennilega á Neil Young í tilefni af hróa. Silver and gold stendur upp úr af þeirri hlustun.

Megas og Passíusálmarnir. Fór að kenna 17. öldina og sálmarnir létu mig ekki í friði.


3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Að hafa ekki farið á Þursana, Sigur rós, Björk í Norræna húsinu, Aldrei fór ég suður, Síldarbræðsluna í Borgarfirði eystri og Airwaves.


4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Fleet foxes
Kings of Leon
MGMT
Bonnie Prince Billie
FM Belfast
Ólafur Arnalds
Heima með Sigur rós

5. Hver er bjartasta vonin?

Bon Iver er svaka skemmtilegt
Sin fang bous kom sterkur inn rétt fyrir jól


6. Ætlarðu á Hróa 2009?


hugsanlega...

No comments: