Ég fæddist 21. september á því herrans ári 1981 sem var nú bara þokkalega gott tónlistarár. Þann daginn voru Lionel Richie og Diana Ross á toppi bandaríska vinsældalistans með lagið Endless Love en í Bretlandi var það maðurinn með rakvélakinnbeinin Adam Ant sem var á toppnum með Prince Charming. Þið megið giska núna hver þessara artista komst á listann minn...
5. Dead Kennedys - Too Drunk To Fuck
Ég veit ekki hversu oft þetta lag hefur ratað á lista hjá mér ýmist í þessari upprunalegu útgáfu eða í flutningi Nouvelle Vague en ég get ekki hamið mig svo hér kemur það einu sinni enn.
4. Adam & The Ants - Stand & Deliver
1981 var árið hans Adam Ant. Af 40 vinsælustu lögum ársins í Bretlandi áttu hann og maurarnir hans hvorki meira né minna en fjögur og geri aðrir betur. Mér finnst Adam Ant alveg svakalega svalur og svo var hann geggjað sætur og með hvíta rönd málaða þvert yfir andlitið... what more could a girl ask for?! Ég var alvarlega að íhuga að koma í hans gervi í rokkstjörnuafmælið mitt og Rósu vinkonu í haust en missti alveg móðinn þegar allir sögðu "Adam who?" og föttuðu ekkert um hvern ég var að tala. Fólk!
3. Kim Carnes - Bette Davis Eyes
Internetið segir þetta vera vinsælasta lag ársins 1981 ef teknar eru saman niðurstöður af vinsældalistum út um allan heim en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég veit bara að þetta lag er algjört guilty pleasure hjá mér og ég get hlustað á það út í hið óendanlega.
2. New Order - Ceremony
Ian Curtis framdi sjálfsmorð árið 1980 og fljótlega eftir það stofnuðu þrír eftirlifandi meðlimir Joy Division hljómsveitina New Order. Curtis skrifaði textann við þetta lag og hann hafði sungið það með Joy Divison fyrir dauða sinn en það var ekki gefið út fyrr en í mars 1981 sem fyrsta smáskífa New Order. Ótrúlega fallegt lag.
1. The Specials - Ghost Town
Why must the youth fight against themselves?
Government leaving the youth on the shelf
This place, is coming like a ghost town
Árið 1981 voru Bretar ekki í góðum málum. Iðnaðarsvæðin í norður Englandi og Skotlandi voru lömuð af atvinnuleysi sem fór yfir 20 % í sumum borgum, þar á meðal heimaborg The Specials Coventry. Fátækt, atvinnuleysi og togstreita á milli kynþátta ollu víða óeirðum og mitt í þessu öllu fór þetta lag á topp breska vinsældalistann. Ég held að sjaldan hafi nokkur hljómsveit fangað eins tíðarandann og The Specials gerðu hér.
Sunday, January 25, 2009
Topp 5 lög ársins 1981 - Kristín Gróa
Labels:
Adam Ant,
Dead Kennedys,
Kim Carnes,
New Order,
The Specials
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
humm... ég var með lagalista til vara og þar voru sömu lög með dead kennedys, new order og specials, er það merki um tíðindalítið lagasmíðaár???
Tjah nei ég vil nú ekki meina það þar sem ég átti mjög erfitt að velja þessi fimm úr löngum lista góðra laga. Við hljótum bara bæði að hafa svona ótrúlega góðan smekk ;)
Post a Comment