Wednesday, January 14, 2009

Bishop Allen


Greetings from Seattle. Síðasti dagurinn minn hérna úti og þokkalega mikið að gera en ég var að finna svo æðislegt lag sem ég var búin að steingleyma og ég verð bara að tjá mig um það! Þetta lag minnir mig reyndar á febrúar í fyrra sem var bæði erfiður og skemmtilegur mánuður allt í bland... og þó minnir það mig sérstaklega á Kína því ég var jú einmitt í Kína í febrúar og var með playlista sem ég hlustaði kjánalega oft á á leiðinni í og úr vinnu og þar var þetta lag. Vá hvað þetta var klúðursleg setning. Aaaaanywho...

Hljómsveitin Bishop Allen kemur frá Brooklyn og er víst að fara að gefa út nýja plötu á árinu en ég veit svo sem ekki mikið meira um það allt saman. Lagið Like Castanets er nostalgíulagið mitt en The Monitor er líka fjári gott svo það fær að fljóta með. Jájá.

Bishop Allen - Like Castanets
Bishop Allen - The Monitor

No comments: