Jebus minn ég sá svo mikið af góðum tónleikum á árinu, litlum sem stórum, nýju dóti og gömlu. Smærri tónleikarnir stóðu samt eiginlega upp úr á þessu ári og ég held ég þurfi að segja að Man Man (hversu oft get ég sagt það eiginlega) hafi verið bestir á Le National í Montréal í apríl. Voru á fullkomnum tíma, á fullkomnum stað, mér veitti svooo ekki af smá break og að skreppa í ofurhressleikann var exactly what I needed.
A close second var líklega að sjá The Kills þegar Kristín heimsótti Montréal deildina í maí. Bjóst einhvern veginn ekki við miklu en svo voru þau bara geðveik og það var svo brjálæðislega mikill kynþokki á sviðinu að maður varð næstum vandræðalegur við að horfa á það haha
A close second var líklega að sjá The Kills þegar Kristín heimsótti Montréal deildina í maí. Bjóst einhvern veginn ekki við miklu en svo voru þau bara geðveik og það var svo brjálæðislega mikill kynþokki á sviðinu að maður varð næstum vandræðalegur við að horfa á það haha
2. Gamalt dót sem ég uppgötvaði á árinu:
Nashville Skyline plata Dylan var bara plata ársins hjá mér - eða allavega soundtrack fyrri hluta ársins! Úff púff! Hún hafði bara einhvern veginn farið alveg framhjá mér.
Svo telst það nú kannski ekki gamalt, en kom allavega ekki út á árinu, að ég afrekaði loksins að hlusta á Panda Bear eftir að hafa keypt Person Pitch í byrjun ársins. Og ég skil engan veginn afhverju ég hlustaði ekki á hann fyrr? Hvaða rugl var það eiginlega? Ég meina, Bros er bara svo fáranlega æðislega awesomely gott lag!
Og já, svo tók ég allsvaðalegt æði aftur fyrir The Milk of Human Kindness með Caribou eftir að sjá hann í apríl - hann var bara simply of góður og ég var með plötuna á repeat næstu vikurnar þegar ég rölti um götur Montréal - endurtók algjörlega æðið sem ég fékk þegar hún kom út :)
Svo telst það nú kannski ekki gamalt, en kom allavega ekki út á árinu, að ég afrekaði loksins að hlusta á Panda Bear eftir að hafa keypt Person Pitch í byrjun ársins. Og ég skil engan veginn afhverju ég hlustaði ekki á hann fyrr? Hvaða rugl var það eiginlega? Ég meina, Bros er bara svo fáranlega æðislega awesomely gott lag!
Og já, svo tók ég allsvaðalegt æði aftur fyrir The Milk of Human Kindness með Caribou eftir að sjá hann í apríl - hann var bara simply of góður og ég var með plötuna á repeat næstu vikurnar þegar ég rölti um götur Montréal - endurtók algjörlega æðið sem ég fékk þegar hún kom út :)
3. Vonbrigði ársins
Engin ein plata eða hljómsveit sem ég varð fyrir neinum gríðarlegum vonbrigðum með á árinu. En tónlistartengd vonbrigði ársins eru samt svo mörg að þau eru í punktaformi:
- að missa af Dodos live í Montréal út af einhverju asnalegu eins og að þurfa að skila verkefni í skólanum eða e-ð.
- að neyðast til að sitja undir Rihanna á undan Kanye. Ég bjóst nú við að það yrði allavega hresst eða e-ð en það var bara...leiðinlegt! Held í alvöru að það skásta sem ég hafi um málið að segja sé að sviðið var alveg fínt haha. Hún var allavega engan veginn góð upphitun!
- að hafa gleymt (nei sko, bókstaflega, gleymt!) að mæta á El Perro del Mar og Lykke Li eftir að vera löngu búin að kaupa miða og vera búin að tala um tónleikana oft í vikunni. Fatta svo í hádeginu daginn EFTIR tónleika að ég átti að vera e-s staðar kvöldið áður.
- að hafa ekki skellt mér á M.I.A. þegar hún var að spila úti. Man ekki hvort það var forgangsröðun sem réði eða hvað en það var klárlega rugl að fara ekki!
- að hafa ekki séð Duchess Says þegar ég var nýkomin út til Kanada - heyrði plötuna viku seinna eða e-ð og varð ansi fúl!
- Xiu Xiu tónleikarnir sem ég fór á voru pínu vonbrigði. Upphitunin (Thao Nguyen and the Get Down Stay Downs) var betri en sjálft aðalnúmerið, allavega það kvöldið!
- Og síðast, en alls ekki síst, sé ég eftir að hafa gengið út úr miðasölunni 5 mín áður en Tom Waits hóf spilerí í Mobile í Alabama í sumar - út af einhverju svona asnalegu eins og að sætin væru svo fáranlega léleg og miðaverðið svo hátt. Ég meina, hversu oft fær maður tækifæri til að sjá Waits live? Þó það sé bara í partial view? ;/
4. Ætlaði alltaf að tékka á en trassaði:
Bon Iver! Veit ekki hversu oft ég hugsaði að ég yrði að fara að tékka á honum en gerði ekki. Bara búin að heyra svona lag og lag og öll hljóma þau fáranlega vel. Spurning um að verða sér úti um hana hið fyrsta :)
5. Bjartasta vonin
Úff to the púff! Uhh...á ég að vera fyrirsjáanleg og segja bara Fleet Foxes? Kemur allavega fáranlega sterklega til greina! Verður spennandi að heyra plötu nr. 2 :)
6. Hvaða tónleikar komu þér mest á óvart á árinu?
Ég fór að sjá Patrick Watson ásamt alveg heilum helling af e-m öðrum tónlistarmönnum frá Montréal í janúar. Kvöldið var til að vekja athygli á Baie Déception sem er um inúítana í Nunavik og vesenið þar. Meira vissi ég eiginlega ekki áður en ég fór. Þegar ég mætti í Corona tók svo allt annað við mér en ég bjóst við. Flott gamalt leikhús, hálfkjánaleg mynd um inúítana til að byrja með, endalaust mikið af góðri tónlist, Patrick Watson auðvitað frábær en Brad Barr ekki síðri og ég hafði aldrei heyrt neitt með honum áður. Upplestur á frönsku og ég geðveikt sátt við að skilja part og part, þrátt fyrir að vera nýkomin út...úff þetta kvöld var bara yfirmáta frábært á allan hátt! Betri lýsing fæst á Midnight Poutine :)
Svo kom Sam Amidon mér skemmtilega á óvart á Airwaves :)
Svo kom Sam Amidon mér skemmtilega á óvart á Airwaves :)
No comments:
Post a Comment