Friday, January 9, 2009

Lokauppgjör 2008 - Kristín Gróa

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Ég sá reyndar alveg fáránlega mikið af flottri tónlist á árinu en þeir fara allir í einn graut því ég afrekaði strax í febrúar að sjá bestu tónleika lífs míns. Ég gerði mér ferð til Kaupmannahafnar til að sjá hetjuna mína hann Neil Young spila og ég kem aldrei til með að upplifa annað eins. Hálft settið var hann einn acoustic og svo kláraði hann þetta með hljómsveit og gaf allt í botn með old black á öxlinni. Að sjá átrúnaðargoðið sitt spila öll sín bestu lög í fantagóðu formi í tvö þúsund manna sal er eitthvað sem er ekki hægt að toppa. Ég sá hann reyndar aftur á Hróarskeldu og það var geðveikt en þessir tónleikar í Kaupmannahöfn voru út úr kortinu.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

So the great affair is over but whoever would have guessed
It would leave us all so vacant and so deeply unimpressed
It's like our visit to the moon or to that other star
I guess you go for nothing if you really want to go that far


Leonard Cohen. Tjah kannski fullmikið sagt að ég hafi verið að uppgötva hann á árinu en lengi vel var New Skin For The Old Ceremony eina platan sem ég hafði hlustað á. Ég bætti þremur plötum í safnið á árinu og féll pínku fyrir kallinum. Textarnir hans eru kreisí góðir.

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?


The Notwist platan The Devil, You + Me. Ég keypti hana algjörlega óheyrða af því ég hafði lesið svo rosalega margt jákvætt um hana en jánei... mér fannst hún eiginlega bara leiðinleg. Ótrúlega unremarkable plata.

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?


Microcastles með Deerhunter hefur enn ekki fengið að hljóma í mínum eyrum en hún þykir almennt einn af hápunktum ársins. Ég var reyndar örugglega eina manneskjan sem kveikti aldrei á Cryptograms og samt á ég hana uppi í hillu... svo kannski fíla ég nýju ekkert heldur? Hmmm.

5. Hver er bjartasta vonin?

Á topp fimm plötulistanum mínum voru þrjár debut plötur en vinninginn hafa Fleet Foxes, það er engin spurning. Ótrúlega þroskuð og vönduð frumraun sem þeir sendu frá sér.

6. Bónusspurning að eigin vali

Hverjar voru bestu íslensku plötur ársins?


FM Belfast - How To Make Friends, Sigur Rós - Með suð í eyrum við spilum endalaust og Ultra Mega Technobandið Stefán - Circus.

No comments: