Friday, March 27, 2009
Cosmic Call
Hljómsveitin Cosmic Call kemur frá Akranesi eins og ég (hip hip!) og hefur helst unnið sér það til frægðar að lenda í öðru sæti í "Global battle of the bands" í fyrra á eftir Agent Fresco. Þá hét sveitin reyndar Pet Cemetery en nú er komið nýtt nafn og það sem meira er þá eru þau að gefa út EP plötu þessa dagana! Jáhhá.
Mér finnst þetta alveg frábærlega efnileg hljómsveit og hvet ykkur til að tékka á fyrsta síngúlnum sem er að fara í spilun:
Cosmic Call - Cold Hands
It's good stuff, yah?
Til að ljúka plögginu vil ég svo auglýsa það að Cosmic Call munu spila á Sódóma Reykjavík í kvöld ásamt Mammút, For A Minor Reflection og Swive. Tónleikarnir byrja klukkan 10.
Cosmic Call á MySpace
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment