Friday, March 13, 2009

Topp Thirteen - Unnur Birna


"Frá rómantík til rokks"

1. Beethoven - Sonata no. 8 í C-moll, opus 13 - Pathétique, 3. kafli

Falleg sónata sem allir hafa einhverntímann heyrt, nú vitið þið að þetta er 3. kafli C-moll sónötu Beethovens "Pathétique". Og já, ekki má gleyma: Ópus 13.

2. Jacques Loussier Trio Bach's Goldberg Variation 13

Loussier er þekktur fyrir að djassa Bach upp, og hér getið þið heyrt hann djassa upp þrettándu variationina í Goldberg klasanum hans Bachs. (Einnig er hægt að heyra hana í barrokkstíl ef vill)

3. The Mahavishnu Orchestra - Stepping Tones


Einkennist af ferundastökkum, en inn á milli má heyra einstaka 13und á stangli og aðrar breyttar og óbreyttar spennur. Meistaratónsmíð einsog flest allt frá þessu bandi.

4. King - Love & Pride


Einsog við vitum öll er 11 í gosanum, 12 í drottningu, 14 í ás og 13 í kónginum...


5. Jet Black Joe - Higher and Higher

"Double beatið" varir í 12 takta (lógík) og í þeim 13 byrjar aftur "Higher and higher..."

No comments: