Monday, March 30, 2009

Topp 5 hópsöngur - Kristín Gróa


5. The Polyphonic Spree - Hanging Around The Day Pt. 2

Munið þið eftir The Polyhonic Spree? Þau eru alveg óteljandi mörg (í alvöru svona tuttugu og eitthvað), eru alltaf í kuflum og forsprakkinn heitir Tim DeLaughter sem hlýtur að vera fullkomnasta nafn í heimi fyrir gaur sem er forsprakki í kuflahljómsveit.


4. Björk - Where Is The Line

Flottasta notkun á kór ever? Mögulega.


3. Elbow - Grace Under Pressure

Ekki nóg með að gospelkór syngi með í laginu heldur fengu þeir þúsundir Glastonbury gesta til að syngja með sér We still believe in love so fuck you!, tóku það upp og splæstu því svo saman við lagið á plötunni. Fokking Glastonbury maður!


2. The Beach Boys - Barbara Ann

Smellurinn af Beach Boys' Party sem var stúdíóplata sem var látin hljóma eins og live plata. Þetta er mjög frjálsleg upptaka, þeir ruglast í textanum og jú það hljómar einmitt eins og þetta sé bara hópur af fólki í partýi að syngja saman. Fyrir utan að hópur af fólki í partýi gæti væntanlega ekki raddað svona á staðnum... allavega ekki fólk sem ég er í partýum með.


1. Crosby, Stills & Nash - Helplessly Hoping

Ég bara get ekki hugsað um samsöng án þess að hugsa um CSN, enda hljóma þessar raddir svo fullkomnlega saman að ég fæ gæsahúð. Svo er lagið auðvitað svo fallegt.

No comments: