Eftir hlustun situr gítarþrástefssólóið í lokin og samspil gítars og bassa eftir. Ég spólaði sérstaklega fram og aftur að því og blastaði í bílnum. Við fyrstu hlustun hugsaði ég "Hvað er í gangi?" en svo varð þetta ógeðslega töff. Skemmtilega og smekklega farið út úr tóntegundinni með einstaklega lýdísku sándi.
Spilaði þennan konsert á burtfarartónleikunum mínum og fílaði hann engan veginn. Svo fékk ég þessa upptöku og hlustaði á hann með sinfóníuhljómsveit og eftir arpeggíukaflann kemur stórfenglegur, tilfinningaþrunginn hljómsveitarkafli sem fékk mig til að elska þetta verk, og ég fæ gæsahúð í hvert skipti (akkúrat á þessum stað). Svo var ég svo heppin að fá að spila í hljómsveitinni þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tók þetta verk (en það var áður en ég fór á kaf í "óæðri" músík, og einsog alþjóð veit þá er svoleiðis skríll í óþökk hjá aristómúsíköntunum).
Stéphane Grappelli voru borguð 300 pund fyrir session fyrir þetta lag. Hann er ekki kreditaður á plötunni og kyrfilega drekkt í vindeffectinum í lok lagsins. Og þó, ef þú hefur góð heyrnartól og hækkar í botn þá muntu heyra Grappelli berjast fyrir lífi sínu í storminum... Og alltaf skal Grappelli stela senunni!
5. Rhoda Scott - Moanin'
-stelur senunni frá sjálfri sér í nælonsokkum á fótbassanum.
No comments:
Post a Comment