Friday, March 13, 2009

Topp 5 13 - Kristín Gróa

Enginn óheppni hér heldur ákvað ég að láta hvert lag tengjast tölunni 13 á ákveðinn hátt. Við höfum því lag með 13 í titlinum, lag eftir hljómsveit með 13 í nafninu, lag af plötu með 13 í titlinum, þrettánda lag plötu og lag af þrettándu plötu listamanns. Without further ado...

5. Neil Young - Southern Pacific

Þegar kemur að artistum sem hafa gefið út þrettán plötur eða fleiri þá dettur mér auðvitað Neil Young fyrstur í hug. Það er hins vegar skrambi óheppilegt að þrettánda sólóplatan hans skuli vera ólánsgripurinn Re-ac-tor. Þetta lag er samt alveg fínt.

4. Lauryn Hill - Everything Is Everything


Þrettánda lag megahittarans The Miseducation of Lauryn Hill.

3. 13th Floor Elevators - You're Gonna Miss Me

Eini almennilegi hittari þessarar sækadelik sixtís hljómsveitar var ekki hittari að ástæðulausu.

2. Blur - Battle

Platan 13 finnst mér gróflega vanmetin. Átján ára unglingurinn ég hlustaði samt á aftur og aftur og aftur og þetta lag var einhverra hluta alltaf í mestu uppáhaldi.

1. Big Star - Thirteen


Költsveitin Big Star er oft talin ein áhrifastamesta poppsveit áttunda áratugarins þó hún hafi reyndar aldrei náð sérstökum vinsældum á meðan hún var starfandi. Óskiljanlegt.

No comments: