Friday, March 20, 2009
Topp 5 senuþjófar - Kristín Gróa
5. Lou Reed á Fistful Of Love
I was lying in my bed last night staring
At a ceiling full of stars
When it suddenly hit me
I just have to let you know how I feel
Þetta lag er svo fallegt en mér finnst byrjunin samt alltaf best.
Antony And The Johnsons - Fistful Of Love
4. Eddie Van Halen á Beat It
Það tekur enginn svona gítarsóló nema Eddie Van Halen.
Michael Jackson - Beat It.
3. Jack White á Portland Oregon
Jack White trúði ekki eigin heppni þegar kántríhetjan og idolið hans Loretta Lynn vildi taka upp plötu undir hans stjórn. Honum tókst að láta hana skína eins og hún hafði ekki skinið í mörg ár og opna tónlist hennar fyrir fólki sem hefði aldrei hlustað á hana ef hans nyti ekki við. Platan er frekar straight up kántrí og hann heldur sig til baka á henni en á uppáhalds laginu mínu Portland Oregon syngur hann með henni og dregur fram gítarinn... og stelur senunni.
Loretta Lynn - Portland Oregon
2. Eric Clapton á While My Guitar Gently Weeps
Hvernig er hægt að stela senunni frá Bítlunum? Svona.
The Beatles - While My Guitar Gently Weeps
1. Emmylou Harris á öllu sem hún kemur nálægt
Emmylou Harris hefur sungið bakraddir með öllum frá Neil Young til Bright Eyes og alltaf finnst mér hún stela senunni. Hún er með svo ótrúlega sérstaka rödd sem gefur öllum lögum sem hún syngur eitthvað extra.
Bright Eyes - We Are Nowhere And It's Now
Bob Dylan - Oh, Sister
Gram Parsons - Love Hurts
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment