Wednesday, March 25, 2009
Röyksopp
Ég fékk nýju Röyksopp plötuna, Junior, í hendurnar um daginn og var satt að segja ekkert rosalega spennt fyrir henni. Einhvernveginn gerðist það þó að ég fór að hlusta og viti menn... ég fíla þetta! Þessa stundina er Karin Dreijer að heilla mig mest í laginu Tricky Tricky en það er af nógu að taka hérna. Robyn syngur hið frábæra The Girl And The Robot og ekki er síðra lagið Miss It So Much í flutningi krúttsins Lykke Li. Já og ef þið viljið komast í dansandi gott skap þá þurfið þið bara að hlusta á fyrsta síngúlinn Happy Up Here og dillið mun færast í kroppinn. Ég er öll æst yfir þessari plötu.
Röyksopp - Tricky Tricky
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment