Wednesday, April 29, 2009

Gleðilegan Flaming Lips dag! Í gær!!



Í tilefni þess að Oklahoma gerði lagið Do You Realize að opinberu-rokk-lagi sínu og Flaming Lips fengu daginn í gær (29. apríl) nefndan í höfuð sér þá kemur vídjó.



The Flaming Lips - Do You Realize?

Monday, April 27, 2009

Topp 5 pabbar - Georg Atli

Púff bara tveir listar og báðir seinir... en hér kemur amk minn



5. Morrissey - The Father Who Must Be Killed

Gott lag af bestu sólóplötu morrisey, að mínu mati.

4. The Trashmen - Whoa Daddy

60's strandar rokk er mjög töff. Það er líka boðskapur þarna...

3. Tom Waits - Sins of The Father

Af plötunni Real Gone, lagið er langt og þungt en rosa gott.

2. Jonee Jonee - Af Því Pabbi Vildi Það

Gott íslenskt pönk úr Garðabænum.

1. Joe Pug - I Do My Fathers Drugs

When every revolution
Is sponsored by the state
There is no bravery in being asked
And turning down the case
If you see me with a rifle
Don't ask me what it's for
I fight my father's war

I went hunger strikes are fashion
And freedom is routine
All in all the streets in Cleveland are named for Martin Luther King
You will see me at the protest
But you'll notice that i drag
I burn my father's flag

So when the party starts on Monday
And Christmas starts in June
When no one minds I've just arrived and I'll be leaving soon
If I return with eyes half-opened
Don't ask me where I was
I do my father's drugs
I do my father's drugs

Joe Pug er beittur. Lagið kom út á E.P. plötunni 'Nation of Heat' í fyrra sem allt of fáir táku eftir, þar á meðal ég.

Sunday, April 26, 2009

Topp 5 feðralög - Kristín Gróa

Seint hefur alltaf þótt betra en aldrei...


5. Boney M - Daddy Cool

Svo hallærislegt en samt svo hressandi.


4. Talking Heads - Big Daddy

Stóri pabbi passar upp á allt.


3. Jackson Browne - Daddy's Tune

Rólegt og huggulegt frá Browne.


2. Fleetwood Mac - Oh Daddy

Hugsanlega besta hjómsveit ever.


1. Wolf Parade - You Are A Runner And I Am My Fathers Son

Hugsanlega besta byrjun á debut plötu ever.

Tuesday, April 21, 2009

Pixies.


Í tilefni þess að í dag komu góðar fréttir þá koma nokkur vídjó.






Saturday, April 18, 2009

læri, læri, tækifæri - zvenni

lag eitthvað af bjúga bjúga - Sigur Rós
Afar slakandi og ljúft, á erfitt með að hlusta á flókna texta við lærdóm, sérstaklega lestur svo instró verður venjulega fyrir valinu.. og það gerist varla betra en þetta.

All Blues - Miles Davis
Ætla ekki að þykjast þekkja kauða af neinu viti en hef hlustað stíft á 2 plötur hans við kenningalega rýni og ákafar skriftir. Afslappandi og þægilegt en um leið innblástur og hvatning. Fínn kokteill.

Tubular Bells (Moonshine) - Mike Oldfield
Banjó... gott við námsleiða.

Subliminal Sleep Learning - Dick Sutphen
Sem eilífðarstúdent hefur maður lært nokkur trix við lærdóminn. Í einum af mörgum rannsóknarleiðangrum mínum inn í undirheima óhefðbundinna lækninga og nýaldarsinna rakst ég á þetta. Þeta undirmeðvitundar lærdómur með Delta púlsinn tikkandi eins og greifinn af St. Germain í trylltasta þróunarhring... skuggalegur skítur.

The Purple Bottle - Animal Collective
Fyrir lokasprettinn er þetta afbragð, þó sungið sé af miklum móð þá meika textarnir með Animal Collective skemmtilega lítið sens svo það allt er í góðu...

Topp 5 læra-lög - Unnur Birna



Ég átti alltaf erfitt með að læra við tónlist, því ég fór alltaf óvart að hlusta svo mikið og steingleymdi hvað ég var að lesa. Í dag er ég náttúrulega í skóla sem ég þarf að læra lög, svo ég ætla að hafa þennan lista blandaðan lögum sem ég hef þurft að læra (og eru því góð að hlusta á meðan maður er að læra þau) og sem mögulegt er að lesa við - lærdómsmúsík má ekki vera of flókin ef maður á að vera með athyglina einhversstaðar annarsstaðar (en við músíkina þ.e.)

Byrja ég á Thom Yorke með lagið Black Swan af plötunni Eraser. Það lag gat ég hlustað á meðan ég las líffræði (það er ekki svo langt síðan ég kláraði stúdentinn sko) eða frönsku og auðvitað fékk ég alltaf 10. Eða svona næstum því. Skemmtilega líðandi plata hjá Herra Yorke.

Annað lag sem mér hefur þótt svona skemmtilega einfalt og "auðvelt í umgengni", ef ég má segja það um lag, er lagið Walk On með Neil Young. Einfaldur hljómagangur og laglína sem fylgir fullkomlega, engar gloríur eða óvænt atvik, allt gengur þægilega upp, þríhljómsraddanir án mikilla spenna - allt einfalt og kúl.

Þriðja lag þessa ágæta lista verður Fields of Gold með Evu Cassidy. Mjög falleg ballaða sem bæði er þægilegt að læra við og auðvelt að læra (nema kannske textann e.t.v.). Sting er ekki síðri en ballöðuútgáfa Cassidy er óborganleg og röddin hennar dýrleg að vanda.

Ef eitthvað er fullkomið sem undirleikur við lestur (ég tala nú ekki um ritgerðarskrif um sjálft tónskáldið og tónverkið) þá er það Pastorale - 6. sinfónía meistara Beethovens, Allegro Ma Non Troppo. 6. sinfónían er skemmtilega "skitsó" einsog Betti sjálfur var, en tilfinningarík og glaðleg. Kallinn var líka alger tilfinningasúpa...

Að lokum ætla ég að skella hér inn laginu Black Orpheus í útgáfu Paul Desmond og Jim Hall m.a. vegna þess að ég þarf bæði að spila sóló Desmonds og syngja það á prófunum mínum nú í lok apríl, og ég á það til á nótum ef einhver hefur áhuga! Mjög skemmtilegt transcribe verkefni í snarstefjun... Ljúft og gott við bóklegan lestur ef til vill líka. :)

Friday, April 17, 2009

Topp 5 lærilög - Kristín Gróa


Þar sem það fer að líða að sex ára útskriftarafmæli mínu frá HÍ (og já það mætti túlka það þannig að ég sé farin að eldast) þá hef ég lítið input í það hvaða lög er gott að læra við. Listinn minn samanstendur því af lögum sem minna mig á skóla eða lærdóm..

5. Deerhunter - Tech School

Mér finnst þetta gott lag en ég er samt alltaf að bíða eftir að ég fatti snilldina á bak við Deerhunter. Í einhverju bjartsýniskasti einhverntíma þá keypti ég Cryptograms en hef grun um að annað hvort þarfnist hún 100 hlustana áður en snilldin kemur í ljós eða þá að ég sé bara lokuð fyrir þessu. Hmmm.

4. Tilly & The Wall - Bad Education

Er slæm menntun betri en engin menntun?

3. Los Campesions! - Don't Tell Me To Do The Math(s)

Það þýddi ekkert fyrir mig að segja þetta við stærðfræðikennarann minn hérna í denn enda endaði ég á því að læra óeðlilega mikið af stærðfræði.

2. Hüsker Dü - Something I Learned Today

Maður er svo sem alltaf að læra eitthvað nýtt þó skólagöngunni sé lokið.

1. Korgis - Everybody's Gotta Learn Sometime

Beck gerði eftirminnilega útgáfu af þessu lagi en orginallinn þykir mér líka góður.

Thursday, April 16, 2009

Say Hi


Ég veit ekki hvað gerðist en skyndilega eru eyrun mín uppfull af nýrri spennandi tónlist sem hafa rifið mig upp úr tónlistargrúsklægðinni sem ég hef verið í. Eitt af lögunum sem eiga hug minn allan þessa dagana er Oh Oh Oh Oh Oh Oh Oh Oh með hjómsveitinni Say Hi. Þessi tvö lög koma af nýútgefinni plötu sem heitir Oohs & Aahs og er hvorki meira né minna en sjötta plata sveitarinnar en hún hefur áður einnig gefið út undir nafninu Say Hi To Your Mom.

Say Hi - Oh Oh Oh Oh Oh Oh Oh Oh
Say Hi - Hallie And Henry

Wednesday, April 15, 2009

Ábreiðutími


Í tilefni vorsins langar mig að deila tveimur æðislegum coverum með ykkur. Þau eru æðiæðiæði.

Yes many loved before us
I know that we are not new
In city and in forest
They smiled like me and you


Fyrst eru það The Lemonheads og Liv Tyler að flytja Leonard Cohen lagið Hey, That's No Way To Say Goodbye. Yndislegt.

The Lemonheads feat. Liv Tyler - Hey, That's No Way To Say Goodbye

I would change for you
But babe that doesn't mean I'm gonna be a better man


Seinna coverið er ekki síðra en það eru The National og St. Vincent að flytja Crooked Fingers lagið Sleep All Summer. Yndislegt.

The National & St. Vincent - Sleep All Summer

Tuesday, April 14, 2009

Dagsins...



Á plötunni Kala með M.I.A. er coverlagið Jimmy. Það er upphaflega sungið, á Hindi, af Bollywood leikkonunni Parvati Kahn og var, held ég, í Bollywoodmynd sem heitir Disco Dancer (ef ekki þá er myndin sem fylgdi bara svona auka skemmtun) og þar heitir lagið Jimmy, Jimmy, aja, aja, ekki að það skipti neinu máli. En Bollywood er amk bæði fyndið og skemmtilegt...

...og síðan gerði gleðisveitin Of Montreal líka stórgóða útgáfu af þessu lagi.

Wednesday, April 8, 2009

Confirmation




Og í tilefni allra ferminganna ætla ég að setja inn lagið Confirmation með Charlie Parker, sem ég er að æfa akkúrat í þessum töluðu orðum. (Varð að taka mér smá pásu og deila þessum fögnuði með ykkur).

Ef allar fermingar væru eins hressar og þetta lag...



Eigið gott páskafrí.

Marching Band


Ég var alveg óvart að uppgötva hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt talað um áður. Hljómsveitin heitir Marching Band, er sænsk og spilar gleðiindípopp. So far so good! Þeir gáfu út plötuna Spark Large í fyrra og þar með er upptalið allt sem ég veit um þessa sveit. Látum lögin tala.

Marching Band - For Your Love

Marching Band - Make No Plans

Tuesday, April 7, 2009

Hammond fróðleikur




Já, mér datt nú í hug að koma með smá innskot hérna um eitt uppáhalds hljóðfærið mitt, ef ég má...

Hammond orgel er rafmagnsorgel sem heitir í höfuðið á uppgötvara sínum, Laurens Hammond.
Það var vinsælast í kirkjum, og kom þá í stað pumpuorgelanna og var ódýrara en pípuorgelin. Til eru fjölmargar tegundir af hljóðfærinu: C-3 ("Drottningin") og B-3 sem eru vígalegust, M-3 og M-100. Svo eru til fleiri ódýrari gerðir eins og t.d. L-100.

'60-'70 var farið að nota orgelin í jazz, gospel, blús og að ógleymdu rokkinu.

Margar af okkur þekktustu hljómsveitum hafa notað hljóðfærið í sinni músík: Hljómar, Stuðmenn, Mánar, Trúbrot, Mannakorn og svona mætti lengi telja.
Og auðvitað þekkjum við útlenska óldskúlið, Deep Purple - Uriah Heep - Emerson, Lake and Palmer - Focus o.s.frv.

Þekktastur er líklega Jon Lord - "Lordarinn" - úr Deep Purple. Hann hefur skapað sér sitt eigið sánd og er frekar afgerandi - hvernig hann sturtar því til og frá á sviði og lætur það svoleiðis grenja... (Og nú er hann bara að kenna - má það?)

Þótt karlar hafi verið áberandi í hammondheimi rokksins og jazzins, þá eru konurnar ekkert síðri og setti ég einhvurntímann hér á listann Rhodu Scott og nú ætla ég að nefna Ethel Smith og Barböru Dennerlein.

Svo vill líka svo skemmtilega til að pabbi minn kom í þáttinn Vítt og breitt, gaf tóndæmi og talaði um C-3 hammond Kalla Sighvats (úr Trúbrot) sem er nýkomið til Akureyrar og dvelur nú á Græna Hattinum. (rétt aftan við miðju)

Ég vona að þið hafið náð hæsta hamingjustuðli lífisins með þessari lesningu.

UB.

Friday, April 3, 2009

Ó, áfengir drykkir! - Unnur Birna

1. Bill Evans Trio - Days Of Wine And Roses

Þetta er einn flottasti performance sem ég hef séð. Ó minn Guð. Svo er svo skemmtilegt að Bill Evans svipar ótrúlega til pabba hans Svenna...
Og fyrir nördana - þá má heyra bæði tilvitnun í og sjálft bananalikkið í píanósólóinu!!






I love coffee I love tea...




Fyrirmynd Meistara Petersons og yfirnáttúrulega yfirnáttúrulegur píanisti. Tæknilegt undur. Te fyrir tvo framreitt, verságúð.




Te, kók, mjólk og svona líka einstaklega glaðlegt. (Og ekki jazz!)




Bring me the Tequila!
Þriðji píanistinn á þessum lista, alveg jafnvangefinn og hinir. Frægt lag í mjög skemmtilegri - og "íslenskri" útsetningu (segið mér ef þið fattið).

Topp 5 drykkir -Georg Atli

5. Vínrauðvín – Ensími

Fínt lag af plötunni BMX. Hrafn veit hvað hann syngur, en ég hef aftur á móti ekki hugmynd...


4. Brass Monkey – Beastie Boys

„Got this dance that's more than real
Drink Brass Monkey here's how you feel
Put your left leg down, your right leg up
Tilt your head back let's finish the cup“

Fjórir hlutar= 1 af ljósu rommi, 1 af vodka, 1 af galliano og 1 af appelsínusafa.

Romm, vodki og appelsínusafa hellt í glas, mulin ís og svo Galliano bætt við síðast.

Bara svona ef einhverjum vill vera svona hress eins og Beastie Boys...


3. Miss Misery – Elliot Smith

„I'll fake it through the day
with some help
from Johnny Walker red
Send the poisoned rain down the drain
to put bad thoughts in my head“

Elliot Smith var aftur á móti ekki hress.

2. We Used To Vacation – Cold War Kids

„I promised to my wife and children I'd never touch another drink as long as I live
But even then it sounds so soothing to mix a gin and sink into oblivion“

Alkóhólismi er mikið böl.

1. Vindlingar og Viskí – Megasukk

„Vindlingar, viskí og villtar meyjar gera mann óðann á örskammri stund“

Ég held að Megas hafi efni á því að gefa svona ráð, hann veit.

ZöngvaZeiður Zvenna.

Milk - Kings of Leon
Djöfull var maður heilaþveginn með mjólkuráróðri í uppvextinum. Lofsyrðum glumdi endalaust út úr hverjum fullorðinskjafti og allaveganna annari hverri auglýsingu. Man krissa bró standandi við ísskápinn teygandi hverja fernuna á fætur annarri eftir góða boltaæfingu. Mjólk á víst að vera góð.

Milk & Honey - Beck
Hljómar soldið væmið en er bara alls ekki svo slæmt.

Cigarettes and Chocolate Milk - Rufus Wainwright
Rettur og kókó, hættuleg blanda.

Malted Milk - Robert Johnson
Samkvæmt Wiki er maltmjólk gerð úr maltbyggi, hveiti og mjólk og er gjarnan notuð til að bragðbæta drykki. Robert Johnson var samt líklega að raula um aðra maltmjólk.

Milky Teeth - Tindersticks
Hvítar, skínandi og skuggalegar.

Topp 5 vínlög - Kristín Gróa


Þegar ég var búin að ákveða efstu þrjú lögin og fattaði að þau væru öll um vín þá varð ég eiginlega að einskorða mig bara við vínlög. Rauðvín er líka uppáhalds drykkurinn minn ;)

5. The National - All The Wine


Gott lag af einni af mest spiluðu plötum allra tíma á mínu heimili.

4. Neil Diamond - Red, Red Wine

Ég verð að viðurkenna að ég heyrði þetta lag fyrst í útgáfu UB40. Það kemur ekki mikið á óvart að orginallinn er umtalsvert betri.

3. Jeff Buckley - Lilac Wine

Ég er engin sérstök Jeff Buckley áhugamanneskja en þetta lag þykir mér fallegt. Mjög fallegt meira að segja.

2. Louie Parker - How Do You Quit Drinking Wine?

Heillandi lag um alkóhólisma.

1. Nancy Sinatra & Lee Hazelwood - Summer Wine

Þetta er í annað skipti sem lag með þessu tvíeyki trónir á toppnum hjá mér. Þetta lag er þó ekki eins súrt og Some Velvet Morning!

Topp fimm drykkirnir hans Árna

Kinks teygðu sig sjaldan í loftkenndar hugmyndir til þess að ná til fólks.
Kinks vissu sem skyldi að raunveruleikinn í sinni hversdagslegustu mynd getur túlkað alveg jafnvel okkar dýpstu þrár og sterkustu tilfinningar.


The Kinks - Sunny afternoon
Now I'm sitting here,
Sipping at my ice cold beer,
Lazing on a sunny afternoon


Íbúðalánin að sliga þig? Hangir niðurskurðarhnífurinn yfir þér? Gerðu bara eins og Ray Davies og sötraðu öl…ekkert annað hægt að gera.


The Kinks - Death of a clown
My makeup is dry and it clags on my chin
I'm drowning my sorrows in whisky and gin


Viskí og gin…blanda sem maður lætur stundum eftir sér á Dillon.


The Kinks - Alchohol
Barley wine, pink gin,
He'll drink anything,
Port, pernod or tequila,
Rum, scotch, vodka on the rocks,
Oh, demon alcohol,
Sad memories I cannot recall


Svenni fór eitt sinn með síðustu tvær línurnar fyrir mig þegar ég var á sunnudagsbömmer eftir einum of hressa helgi, þær kættu mig til muna og breyttu viðhorfi mínu.


The Kinks - Afternoon tea
I'll take afternoon tea (afternoon tea)
If you take it with me (afternoon tea)
You take as long as you like
'Cause I like you, girl


I take sugar with tea (afternoon tea)
You take milk if you please (afternoon tea)
Like you talking to me
Because you ease my mind


Enginn hlutur táknar betur breska þjóðarsál en te að ég held. Allt líf og allar gjörðir Breta eru samofnar tesumbli. Kinks tekst meira að segja að skapa rómantíska stemningu í gegnum síðdegistedrykkju.

The Kinks - Have a cuppa tea
Tea in the morning, tea in the evening, tea at supper time,
You get tea when it's raining, tea when it's snowing,
Tea when the weather's fine.
You get tea as a mid-day stimulant
You get tea with your afternoon tea
For any old ailment or disease
For Christ sake have a cuppa tea.

Whatever the situation, whatever the race or creed,
Tea knows no segregation, no class nor pedigree
It knows no motivations, no sect or organisation,
It knows no one religion,
Nor political belief
Teið heldur sigurgöngu sinni áfram…

Topp 5 drykkjalög - Krissa

Í byrjun einsetti ég mér bara að lögin yrðu að innihalda drykkjarnafn í titlinum. Einhvern veginn náði ég að enda með topp 5 sem inniheldur bara kaffi- eða telög! Undarlegt. Gæti skýrst af óhóflega mikilli kaffi- og tedrykkju síðustu vikuna eða svo...

5. The Kinks - Have a Cuppa Tea
"If you feel a bit under the weather
If you feel a little bit peeved
Take granny's stand-by potion
For any old cough or wheeze.
It's a cure for hepatitis it's a cure for chronic insomnia
It's a cure for tonsilitis and for water on the knee"

Og þar hafið þið það!


4. Otis Redding - Cigarettes and Coffee
" I say it's so early in the morning
Ooh, it's a quarter 'til three
We're sittin' here talkin'
Over cigarettes and drinking coffee"

Þessi rödd!


3. The Robot Ate Me - Crispy Christian Tea Time
"Sometimes we play, crispy christian tea time, with barbies tea and toast.
And my friend brings his talking version of god and a full buddhist lego set.
Did you know that my grandmother bought me a full jesus action figure set?"

Hver kannast ekki við lög eins og 'Genocide Ball', 'Jesus and Hitler' og, jú, 'Crispy Christian Tea Time'? The Robot Ate Me er skrautlegur...lögin æði ;)


2. The White Stripes - One More Cup of Coffee
"Your voice is like a meadowlark
But your heart is like an ocean
Mysterious and dark"

Úff, það er erfitt að velja milli Dylan og White Stripes útgáfunnar en ég held að ég haldi pínu meira upp á þessa.


1. Ella Fitzgerald - Black Coffee
"I'm moaning all the morning
and mourning all the night
And in between it's nicotine
And not much heart to fight"

Það er ekki hægt að fá nóg af þessu lagi! Þetta er lagið sem maður setur á þegar maður er búinn að koma sér ógeðslega vel fyrir í sófanum, með teppi, bók og...tebolla.


Og örfá honourable mentions ;)
=> Snoop Dogg - Gin'n'Juice
klassík!
=> The Andrews Sisters - Rum and Coca Cola
þetta er svo vafasamt lag! Hafið þið einhvern tíma pælt í textanum?
=> Landon Pigg - Falling in Love at a Coffee Shop
svo flott rööödd!!!