Friday, May 15, 2009

Topp 5 góð Bítlalög


Bræður mínir ólu mig vel upp tónlistarlega og ég held ég hafi ekki verið nema ellefu ára þegar annar þeirra gaf mér margar Bítlaplötur á kassettum. Þetta saug ég í mig eins og svampur og hlustaði á þær fram og til baka í mörg ár. Eins og flestir sem hafa alist upp með Bítlunum þá get ég eiginlega ekki gert upp á milli laga en þessi listi er einhverskonar uppáhaldslagalisti þessa stundina.

5. I Feel Fine

Gítarstefið í þessu lagi gerir mig alveg klikkó.

4. Don't Let Me Down

Það er svo mikil örvænting í þessu lagi að mér finnst eins og það sé verið að kreista mig þegar þeir syngja viðlagið.

3. Tomorrow Never Knows

Ég gæti auðvitað aldrei sleppt þessu lagi. Maður gæti auðveldlega fallið í trans við að hlusta á það.

2. The Night Before

Help! er ein af alltime uppáhalds myndunum mínum og þaðan kemur ást mín á þessu lagi líklega.

1. Long, Long, Long

Síðasta Bítlalagið sem ég fattaði og það var svo frábært að hafa hlustað á Bítlana í öll þessi ár en uppgötva svo samt áður eitthvað sem hafði alltaf farið framhjá mér. Ég bölva því reyndar í hvert sinn hvað mixið er fáránlega lágt en hei það er lítið við því að gera annað en að hækka í tónlistinni!

No comments: