Friday, May 15, 2009

Topp 5 gott bítl - Georg Atli




Eftir að hafa nánast eingöngu hlustað á bítlana í viku þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mér finnst næstum ómögulegt að velja bara fimm lög úr, en hér gós..

5. Norwegian Wood (The Bird Has Flown) af Rubber Soul

Leynilegt ástarævintýri sem endar og allir verða leiðir. John Lennon er að velta Bob Dylan fyrir sér og George Harrison vill líka vera að pæla eitthvað og dettur í Ravi Shankar í fyrsta sínn. Mikið rætt hvort John Lennon hafi kveikt í jónu eða kveikt í húsi:

And when I awoke, I was alone, this bird had flown
So I lit a fire, isn't it good, Norwegian wood.



4. You've Got To Hide Your Love Away af Help!

Lennon þykist vera Bob Dylan... rosalega flott lag og á einhvern undarlegan hátt er það tambúrínan og hristurnar sem setja punktinn yfir downer i-ið í laginu, meira að segja Eddie Vedder gat ekki klúðrað þessu lagi. Margir halda að hér sé annað hvort sungið um samkynhneigða og þeirra ástir af mikilli innsýn eða um leyniást sem enginn má vita um...


3. Rain af Hey Jude (Amerísk Útgáfa) eða B-lið af Paperback Writer

Bítlunum finnst rigningin líka góð, Ringo Starr (af öllum mönnum) ber af í þessu lagi með flottum trommuleik, líka fyrsta lagið (held ég) sem bítlarnir sungu aftur-á-bak í, kemur alveg í lokin:

Sdeah reiht edih dna nur yeht
Semoc niar eht fi
(Rain)
Niar
(Rain)
Senihs nus...


2. Birthday af The Beatles (Hvíta platan)

Feel good lag, mér finnst að allir ættu að syngja þetta lag á afmælum.

Popppunkts fact nr. 1: Patti Harrison og Yoko Ono syngja bakraddir (með öllum Bítlunum) í þessu lagi.
Popppunkts fact nr. 2: Lagið var tekið upp og samið á einum degi.

Bónus lag: Birthday - The Very Best (rosalegt cover, afríku-afmælis!)

1. Happiness is a Warm Gun af The Beatles (Hvíta platan)

Örugglega eitt allra besta lag sögunnar að mínu mati og af einni af topp fimm bestu plötum sögunnar (Listi?), Bítlarnir sýna hér hvað þeir eru fáránlega fjölhæfir og skipta um stefnur og stíla í laginu eins og venjulegt fólk skiptir um nærbuxur.


Bónus lag: Let It Be með Nick Cave, það er eins og lagið hafi verið samið fyrir Nick Cave, eitt af þessum skiptum sem coverið er betra en orginalinn.

No comments: