Tónlist vekur upp allskonar tilfinningar og stundum get ég ekkert gert í því en að fá gæsahúð þegar ég heyri lög eða söngraddir eða hljóðfæri eða bara allskonar, oft er þetta kannski kjánalegt og jafnvel væmið en svona er þetta bara.
5. Heartstopper - Emiliana Torrini
Það er eitthvað við það þegar breakið í laginu kemur og hún syngur:
"when it stops, it stops,
my heart stops beating"
4. Hallelujah - Jeff Buckley
Coverlag sem er betra en orginallinn (tæknilega séð er þetta cover af coveri). ég fæ alltaf hroll á fyrstu sekúndu lagsins þegar andvarpið kemur og svo fer gæsahúðin ekkert fyrr en eftir svona korter. Uppáhalds.
3. Famous Blue Raincoat - Leonard Cohen
Leonard Cohen hefur svona rödd sem hreyfir við fólki, hann er ekkert sérstakur söngvari (hann meira talar en syngur) en það er eitthvað og áhrifin verða alls ekkert minni með snilldarlegum textum. Svo einlægt og svo berskjaldað og svo ótrúlega fallegt...
2. Waltz #2 - Elliot Smith
Tvisvar í laginu koma svona augnablik þar sem ég fæ altaf hroll... þegar hann syngur:
"I'm never gonna know you now,
But I'm gonna love you anyhow."
og svo aftur þegar það kemur:
"Here it is, the revenge to the tune:
You're no good,
You're no good, you're no good, you're no good.
Can't you tell that it's well understood?"
og ef það er einhver sem les þetta og var ekki búinn að ná því þá dýrka ég Elliot Smith.
1. Ne me quitte pas - Edith Piaf
Þetta er lag sem er búið að covera endalaust oft, enda er það oft talið meistaraverk Jaques Brel.
Lagið og flutningurinn er svo magnað að það þarf ekki að skilja orð í frönsku til að skilja lagið (en ef þið skiljið frönsku þá er textinn hér) en titillinn þýðist eitthvað í líkingu við " ekki yfirgefa mig". Röddin hennar Edith Piaf er svo alveg nóg til að maður fái sundfit og fjaðrir líka.
Friday, May 29, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment